Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 38
36
MÚLAÞING
og fölnað við slík ósköp. Þegar svo afvur virtist vera að rétta
við bústofninn, kom stórkostlegur fjárfellir 1426. Litlu fyrr, eða
1420—1421, er sagt, að drepsótt hafi geisað um mestallt landið
og einkum ungt fólk dáið. Þá gekk bólusótt 1431, er dró 8
Jjúsundir íslendinga til dauða, en 1462 og 1472 varð einnig mikið
mannfall í bólu. 1470 var ísavetur mikill, en fylgdi hvalrekar í
meira lagi, sem að sönnu urðu töluverð hjálp, ekki sízt á stöðum
eins og Valþjófsstað, sem átvu ærin hlunnindi í hvalreka. 1479
er getið mikils fjárskaðaveðurs og þannig mætti lengi telja. Öldin
leið svo út með harmkvælum hinnar þrautreyndu pjóðar, hinum
sömu og hún hófst með. Plágan síðari fór eins og eldur í sinu
1494—1495.
Jón Guðmundsson er nefndur fyrstur Valþjófsstaðarprcstanna
á Jjcssu tímabili. Því miður er hann nafnið tómt, getur aðeins í
veitingarbréfi næsta staðarprests. Haustið 1454 skipar Nikulás
páfi V biskupinum í Orvieto og ábótunum á Helgafelli og í Viðey,
sem fóru með biskupsvöld í Skálholtsstifti þau misseri, að setja
Jón Pálsson prest við kirkju Maríu og heilags Páls á ValJ>jófs-
stað. Þannig var raunar ástatt í biskupsdæminu, að Þjóðverjinn
Marcellus, Fransiskumunkur af Minoritareglu, var Skálholts-
biskup 1448—1460, en mun lítt eða ekki hafa komið nærri. Hafði
Marcellus og í öðru að snúast, var hann bæði nuntius og
collectus, erindreki páfa og innheimtumaður páfatekna, en kom
ár sinni svo fyrir borð í Kaupmannahöfn, að Kristján konungur
I gerði hann að kanzlara, en Jægar konungur fór til Niðaróss til
krýningar, var Marcellus legatus, páfalegur fulltrúi. Má geta nærri,
að slíkur gæðingur kirkju- og veraldarvalds hafi látið sér nægja
tekjur hins norðlæga biskupsdæmis, en þókt upphefðin meiri og
vísari á suðlægari slóðum. Þessum menntaða og greinda embætta-
braskara mun hafa hrosið hugur við aðstæðum öllum í biskups-
dæmi sínu á íslandi og sýnzt f>ar, með réttu, fá tækifæri til út-
spilunar auðæfanna og þess hóglífis, sem hann hafði vanizt í
veizlusölum hinna mestu virðingarmanna álfunnar, páfa og kon-
unga. — Allt um hina margtryggðu veitingu var síra Jón Pálsson
ekki lengi á Valþjófsstað. Má jafnvel vera, að hann hafi haldið
staðinn í sama skyni og Marcellus biskupsdæmið. Hann hefur