Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 40
38
MÚLAÞING
inn íslenzkur, þótt ættaður væri í Noregi. Sveinn biskup var
enginn forsjármaður, en skuldin eftir hann á stólnum 300 hundr-
aða, sem var gífurlegt fé 1476. Hefur honum verið sýnna um
andleg mál, sem ekki er láandi, og jafnvel hulda veru, en hann
á að hafa verið skyggn. Eftir hann liggur enginn skrifaður stafur
nerr-' nokkur jarðabréf. sem vitanlega gefa enga vitneskju um
manninn, og svo máldagarnir, sem raunar byggja að mestu á
Vilkinsmáldögum. Sveinn biskup fór um hluta Austurlands 1468
og srðan 1471, og bá kom hann að Valhjófsstað. Lætur hann
flest standa óbreytt það, er Vilkin skráði, en telur fram: 113 ær,
14 sauði tvævetra og 12 veturgamla, 6 hundruð í köplum og 3
hundruð í kosti. Bókaeign hefur aukizt og komin bókakista í
kirkjuna, en meðal nýrra gripa líkneskja af Guðmundi góða.
Gæti pað sýnt, að munnmæli geymdist á Valþjófsstað um komu
hans þangað kjördaginn, 270 árum áður en Sveinsmáldagi er
skráður, hótt svo ]mrfi ekki að vera, enda var trú á helgi hans
mikil og almenn um land allt, pó að ekki dygði til þess, að
hann væri tekinn formlega í dýrlingatölu, fremur en aðrir íslenzkir
kírkiumenn. Tíundir eru taldar af 11 bæjum sem fyrr. og sami
sön^eyrir af Víðivalla- og Bessastaðakirkjum. 7 bænahúsa er
vetið, en eigi greint, heldur en endranær, hvar eru. En pað er
sýnt. að fáir eru f>eir bæir í Fljótsdal, par sem ekki er guðshús
á öld andstreymis og vandræða.
Þegar Stefán biskuD Jónsson kirkiuvitiar á Valhjófsstað 1491,
er síra Árni Þorsteinsson á staðnum. Álitið er, að hann væri
fyrr dómkirkjuprestur í Skálholti, en hafi fengið Valhjófsstað
fyrir 1485. Stefánsmáldagi er svo stuttaralegur, að ekki tekur
tali. orentaður í Fornbréfasafni aðeins tæpar 5 línur! Að vísu
telur hann 23 kúaildi, 8 hesta. 6 hross og 12 hundruð í metfé, en
enaar jarðir eða ítölur, einungis heimaland allt og 60 hundruð
í fasteign. Og jmtt hann væri biskupa bóklærðastur, skráir hann
enga bók í kirkjunni. Munir innan kirkju vekja og ekki athvgli
hans: kaleikur veikur, ein góð messuklæði, tvenn önnur. Það er
allt og sumt. 11 bæi segir hann í sókninni, en um útkirkjumar,
bænhúsin, prestskyld og djákna, ómagaframfærslu og reiðslu
yfir á eru engin orð. Er raunar ]?ví líkast, að biskup hafi alls