Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 43
MÚL AÞING
41
Þeir fengu að vísu nokkuð í staðinn, en um það getur sagan
sjaldnast, hvað hver einn hugsar og hvað honum líður, ef hann
bærir ekki á sér til uppreisnar gegn fyrirskipuðum skoðunum.
Við dauða síra Halls bregður svo við, að prestur fæst ekki
að Valþjófsstað, en prestafæð í landi vegna siðskiptanna. Tók
nú Magnús bóndi Ketilsson við staðnum og bjó á jörðinni í 7
ár. Er úttektin í hendur hans mjög nákvæm, enda var ríkt eftir
gengið, þegar síra Einar Árnason stýrði úttekt, er Hallvarður
sonur hans hafði fengið staðinn 1560. fyrsti presturinn, sem tekur
við Valj?jófsstað í nýjum sið. Eins og títt er um bændur, sem
ná ábúð á prestsetri um hríð, hefur Magnús stundað rányrkju á
jörðinni og hugsað meira um stundargróða en afleiðingarnar.
Hann endurnýjaði ekki bústofninn, og verður f>ví að gjalda vetur-
gamlan sauð ofan á hvert kúgildi. Kýrnar, 12 að tölu, er ekki tekn-
ar gildar, nema 3 fjórðungar smjörs séu lagðir með hverri og jafn-
vel 3 framvísað fyrir 2. Og svo eru hestarnir illa leiknir, að eng-
inn þeirra er til vinnu fær sakir holdleysis, enda þótt hestgaganga
á Valþjófsstað sé ein hin bezta á Héraði. Átti Magnús að standa
skil á 18 hestum og tókst j>að loks með pví, að gamlar hesta-
mæður og tryppadót var tekið frekar en ekki.
Þótt ástandið virðist ekki gott, þegar síra Hallvarður tekur
við, verða búhagir hans brátt svo viðhlítanlegir, að Valþjófs-
staður kemst á skrá hinna ríkustu prestbóla, sem skylduð eru
að veita uppgjafarpresti framfæri. Hafði löngum gengið á ýmsu
í pví efni og m. a. s. stofnuð elliheimili presta á Kvíabekk í
Ólafsfirði og í Gaulverjabæ í Flóa. En pví var þörfin brýnni nú
en áður, að klaustrin veittu ekki lengur skjól gömlum prestum.
Tekjur Valþjófsstaðarprests voru pó lítt skertar með þessu á-
kvæði, pví að ómagaframfærslan leggst af í staðinn. Að vísu
er uppgjafarprestur dýrari en almennur ómagi af siðferðilegum
ástæðum á garði eins sóknarprests, en hugsanlega gat hann unnið
nokkuð fyrir sér. Tveggja presta skyld og tveggja djákna var
ekki leneur á staðnum og annir staðarprestsins j>ví meiri. Er ekki
grunlaust. að gamall prestur, þótt ómagi væri kallaður, kæmi að
nokkru liði við hina kirkjulegu hjónustu, ef hann var sæmilega
haldinn. — Vandamálið um prestsekkjurnar var af skiljanlegum