Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 47
MÚLAÞING
45
EydaJamenn og Odd biskup hafi dugað síra Einari til þess að ná
VaJþjófsstað, þótt ungur væri og aðeins aðstoðarprestur, þegar
kallið Josnaði 1616. — Það álit, sem síra Einar fekk á Valfjófs-
stað þegar í upphafi breyttist aldrei og sat hann þar til dauðadags
1657, eða í rúm 40 ár. Um veru hans á staðnum eru Jitlar heim-
ildir, en pó vitað, að hann gaf þaðan bókargersemi og, að honum
hefur ekki búnazt }>ar alls kostar, a. m. k. ekki síðustu árin, en
um viðskilnaðinn urðu eftirmál, pótt skyldir ætti í hlut.
Það var á jólaföstunni 1643, sem hann gaf merka skinnbók,
sem lengi mun hafa verið á Valþjófsstað og eign kirkjunnar. Er
bók f>essi forn, taJin rituð um 1360 eða á svipuðum tíma og bókin
dýra undir Ási, sem frá var sagt í Ás þætti í síðasta hefti Múla-
pings (8, bls. 66—67). Fremst er upphaf Jóhannesarguðspjalls á
latínu, á 2. síðu mynd Krists á krossinum, en María og Jóhannes
standa undir krosstrénu. Þá kemur trúarjátningin og síðan hefur
kristnirétt Árna biskups Þorlákssonar, sem settur var 1274.
Svo er greint frá „bannsverkum sextán“, skipun Magnúsar
biskups Gizurarsonar og loks ýmsar kirkjunnar laga greinir. Þessi
merkilega bók, sem raunar er nafnlaus, er nú varðveitt í Áma-
safni.
Kona síra Einars var Þuríður dóttir síra Halls í Kirkjubæ
Högnasonar, sem Eiríkur sýslumaður Árnason, móðurbróðir síra
Einars, deildi svo hart við, að fekk af auknefnið prestahatari. —
Þuríður lifði mann sinn um 19 ár og bjó á Gunnlaugsstöðum í
Skógum. Ingibjörg dóttir þeirra átti síra Böðvar Sturluson, sem
veittur var Valþjófsstaður hinn 5. september 1657, þegar eftir
dauða síra Einars. Síra Böðvari var auðvelt að ná staðnum, j?ótt
væri aðstoðarprestur, en áður kapelán á Kirkjubæ í Vestmanna-
eyjum, af því að hann var háskólagenginn og hafði verið sveinn
Brynjólfs biskups og kennari í Skálholti. Ekki reyndist hann
neinn merkisklerkur á Valþjófsstað, lenti þar í langvinnum og
smásmugulegum þrætum út af innistæðubresti kirkjunnar í tíð
tengdaföður síns. Lauk því máli loks með þeirri sætt um 20 árum
eftir dauða síra Einars, að erfingjar hans, þ. á. m. kona síra
Böðvars, urðu að greiða honum 12 hundruð í skaðabætur. Þá
komst hann í meiri þrætur við Berg Einarsson lögréttumann á