Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 50
48
MÚLAÞING
var einnig viðurkenndur prestur og var gerður prófastur í nyrðri
hluta Múlaþings 1747, ári síðar en hinu forna Múlaprófastsdæmi
var skipt. Ekki komst síra Hjörleifur hjá nokkrum deilum við
Hans Wíum, en stóð betur af sér en forveri hans, og verður það
ekki rakið hér, enda lítils vert. Hið eina, sem virðist hafa verið
fundið að j?essum fyrirklerki, var það, að hann væri nærri sér.
Harboe lýkur lofsorði á vitsmuni hans, en telur hann sinkan.
Eigi gat hann vitað p'dð, nema hafa hlustað á slúður öfundar-
manna síra Hjörleifs. En hitt, að hann álítur hann upp með sér,
sýnir, að hér fann Harboe fyrir prest, sem var leikinn í latínu
og gat borið höfuðið hátt og komið fram af fullri djörfung og
myndarskap, en og íslenzkan stórbónda, sem ekki var beygður
af amstri og fátækt í dapurleika og minnimáttarkennd. En svo
fast fylgir nízkuryktið síra Hjörleifi og mðjurn hans, að síra
Einar Jónsson fræðaprófastur á Hofi segir, að margt sé þar af
stórvöxnu myndarfólki, er sé vel til búskapar fallið og efnað, en
eigi þyki pað örlátt sumt.
Fyrstu konu sína missti síra Hjörleifur á Þvottá, Margreti Sig-
urðardóttur, systur Þorsteins sýslumanns á Víðivöllum. Er margt
manna, einkum í Austur-Skaftafellssýslu, komið af Herdísi dóttur
peirra og síra Jóni Bergssyni yngra í Bjarnarnesi. — Miðkona síra
Hjörleifs var Bergljót dóttir síra Jóns Guttormssonar á Hólmum
og dó hún á Valþjófsstað 1746. Annar son jieirra hjóna var Gutt-
ormur lögsagnari, guðfræðilærður nokkuð í Kaupmannahöfn, en
hugðist verða sýslumaður eftir tengdaföður sinn, Pétur Þorsteins-
son frá Víðivöllum. Áður á j>að reyndi lézt Guttormur sviplega
hjá Hrafnsgerðisá, talið ým:st, að hann félli af hesti og dragist
með honum fastur í ístaði eða fengi aðsvif og félli af baki dauð-
vona. Þókti svo mikill munur, hvort réttara væri, að fengnir voru
sjónarvottar til staðfestingar. — Hinn sonurinn var Þórður á
Skjöldólfsstöðum, en hann dó bamlaus, auðugur af fé. — Þriðja
kona síra Hjörleifs var Helga Þorvaldsdóttir frá Hofi í Vopna-
firði, sonardóttir síra Stefáns skálds í Vallanesi. Var hún áður
gift Pétri Björnssyni sýslumanni á Bustarfelli. Helga var barnlaus
með báðum mönnum sínum, en all roskin, er hún giftist síra