Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 52
50
MÚLAÞING
prestur og í rauninni leiguliði síra Hjörleifs á jörðinni. Frá börn-
um þeirra Sigríðar segir í pættinum af síra Vigfúsi Ormssyni,
sem tók við Valjjjófsstað vorið 1789. Þá fluttist Sigríður prests-
ekkja að Amheiðarstöðum og bjó }>ar myndarbúi í full 12 ár,
enda margt af pví fólki „vel til búskapar fallið“. Var hún síðar
um sinn í kosti hjá síra Vigfúsi, en ekki grunlaust, að hann byði
henni heim á staðinn í og með til }>ess að losa ábúðina á Arn-
heiðarstöðum. Vera má pó, að J?að væri fremur álitið af }>ví, hve
almennt var, að prestsekkjur væri litnar hornauga frá eftirverum
manna }>eirra. Er síra Guttormur son Sigríðar og síra Páls var
orðinn prestur á Hólmum 1807, fór hún til hans, og J>ar dó hún
á hallandi sumri 1811, en lík hennar var flutt til greftrunar á
ValJ>jófsstað. Við pann stað var hugur hennar bundinn eins og
allra }>eirra, er }>ar hafa unað í sæld og brigðum mannlegs lífs.
Frá Valpjófsstað eftir daga síra Vigfúsar Ormssonar og síra Stefáns
Árnasonar, tengdasonar hans, aðstoðarprests og eftirmanns, verður sagt í
næsta hefti Múlaþings. Tekur sá þáttur aðeins til 80 ára, hefst með síra
Pétri Jónssyni, sem kom á staðinn 1858, en lýkur með síra Þórarni Þór-
arinssyni, er fekk lausn frá embætti 1938.
Helztu heimildir:
síra Einar Jónsson: Ættir Austfirðinga, R 1953—1968.
Einar Ól. Sveinsson: íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, R 1944.
Gunnar M. Magnúss: Jón Skálholtsrektor, R 1959.
Islenzkt fornbréfasafn, Khöfn 1957 — R 1972.
Jón Helgason biskup: fslands kirke I, Khöfn 1925.
Páll E. Ólason: íslenzkar æviskrár, R 1948—1952.
Sigfús Sigfússon: fslenzkar þjóðsögur og sagnir XII, R 1954.
síra Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, Khöfn 1869.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi 2, R 1975.