Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 53
MÚLAÞING
51
síra Ágúst Sigurðsson:
Síra Vigfús Ormsson
1751 — 1841
Hið mikla safn síra Einars Jónssonar á Hofi um ættir Aust-
firðinga er ómetanlegt menningu vorri. Innskot hans um einstaka
menn og athugagreinir gera og jmsundasafn mannanafna skemmti-
legra aflestrar og veita oft mikla fræðslu um hvern einn. Viður-
nefnin einnig, }?ótt þau að hinu leytinu varpi nokkrum skugga á
manninn, þegar kímnin verður kaldhæðin, sem gjarna hendir
með íslendingum.
Við nafn }>ess manns, er hér verður um rætt, síra Vigfús Orms-
son að Ási og Valj>jófsstað, bindur síra Einar níðvísu. Er }>að að
vonum, að niðjum síra Vigfúsar þykir J>etta miður, en oss, sem
fjær stöndum og erum hlutlausir skoðendur sögu J>essa óvenju-
lega atorku- og athafnamanns, að sæti furðu. Hitt höfum vér J>ó
í huga, að síra Einar gekk ekki sjálfur frá safni sínu til prentunar
og óvíst, hvort hann hefði látið ýmist það, er hann safnaði, á
|>rykk út ganga, J>ótt skráði og geymdi hjá sér. En útgefendunum
löngu eftir hans dag ókleift að velja og hafna.
I þessari grein mun leitazt við að sýna fram á, að síra Vigfúsi
var á annan veg farið, manngerð hans og breytni, en vísan í
Ættum Austfirðinga lýsir. Er J>ví óhjákvæmilegt að hafa hana
yfir hér í byrjun, |>ótt sízt sé ástæða til að halda henni enn á loft:
„Kámugur Fljótsdals kúgarinn / kominn er innst í Niflheiminn. /
Hann gráta engir hér í sveit, / hans sakna fáir. Það ég veit. / Hann
svelgdi ekkna herleg bú; / hann grætti auma. Búið nú“. — Höf-
undurinn er Magnús Pálsson prests á Val)>jófsstað Magnússonar.
Hann á óvenjulega og hrakningssama sögu, sem sfra Einar var