Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 60
58
MÚLAÞING
arstörf hjá einhverjum gömlum presti. En af J>ví að hann var
kvæntur, voru líkurnar til þess litlar.
Við þessi skipti var prests]?jónustu síra Vigfúsar í rauninni
lokið. Hafði hann hjónað Ási og síðan Valþjófsstað samanlagt í
rúm 40 ár. I prestskap sínum beitti hann sér fyrir bættum aðbún-
aði ómaga og þurfalninga, bæði í Fellum og Fljótsdal. útvegaði
aðra verustaði, ef illa hókti fara og leit strangt eftir. Fræðari
var hann talinn góður og tók fram á síðustu ár tornæma unglinga
til sín og kenndi með góðum árangri. Börn fátækra manna hafði
hann oft hjá sér tímunum saman til að létta á heimilum jæirra
oa veita heim sjálfum betri aðhlynning en kostur var í foreldra-
húsum. Ráðhollur var hann að sönnu sóknarmönnum sínum, er
til var leitað, og umvöndunarsamur, helzt í einrúmi, en viðvaranir
hans höfðu meiri kraft vegna velvilja hans og lotningar heirrar.
er hann bar fyrir Guðý skvldusemi og ráðvendni. Efalítið er rétt
ályktun, að hann væri meiri predikari af verkum og breytni en
af stól. enda hefði hann orðið að vera þar ærið fyrirferðarmikill,
ef meira ætti að teljast en frábær handaverk hans og forganga.
Hafa má og í huga ummæli, sem greind voru, um kennimennsku
föður hans. Hugsun síra Vigfúsar virðist ekki hafa verið hröð,
„en skilningurinn yfrið ljós, og gaf pað honum einkar heppið
hugvit“, segir samtímaheimild. Hann var alla ævi námfús og
hlevpidómalaus, maður tilrauna og ályktana reynslunnar. og
nýttist hví vel bókvit og þekking annara. Predikun hans mun jrví
hafa verið einlæg oe rökstudd, en síður í leiftrum og táknum.
En hver heimilisfaðir þessi bændahöfðingi og ágæti klerkur hefur
verið, getum vér séð af hví. hve annt honum var um barnauppeldi,
aðhlynning gamalmenna og meðferð fátækra. Síra Vigfús var
efnamaður. Fjármuni sína notar hann eigi aðeins til að húsa
báða staðina, sem hann hélt, reisa nýja kirkju á Valj?jófsstað og
vatnsmyllu og gera tilraunir í landbúnaði, heldur og til að sjá
bæði mönnum og skepnum fyrir nægu viðurværi. Auk þess, sem
gat, að hann tæki börn fátækra til sín, var tengdamóðir hans hjá
honum lengi og svo frú Sigríður Hjörleifsdóttir. Hvorug þessara
prestsekkna hefur verið vinnand' á Valj>jófsstað, um hlutverk
peirra á heimilinu má fara nærri. Báðar tekur hann pær — og