Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 62
60
MÚLAÞING
urs, kvæntist öðru sinni 62 ára. Brúðurin, Kristjana Pálsdóttir,
var 31 árs. Fyrri kona síra Jörgens var hins vegar 15 árum eldri
en hann, dóttir síra Hallgríms í Miklagarði Thorlaciusar, en hjá
honum var síra Jörgen aðstoðarprestur, er ástir hans og prests-
dóttur tókust. — Síra Jón Jónsson í Miklabæ kvæntist öðru sinni
1850, 68 ára, Þóru Rósu Sigurðardóttur, sem var aðeins 19 ára.
Báðar þessar stúlkur urðu ungar ekkjur, sem von var, og lifðu
lengi á eftirlaunum prestakalls eigmmannsins, p. e. hluta af tekj-
um f>ess í tollum og tiundum, madama Þóra Rósa t. d. í 56
ár, síra Einari Jónssyni ættfræðingi og fleiri Miklabæjarprestum
til hinna mestu íþyngsla. Hér var það í efni, að giftust pau síra
Vigfús og Guðný Árnadóttir, var gefið mál, að hún yrði um
langa framtíð á framfæri Valþjófsstaðaprestakalls. Síra Stefán
færðist undan að lýsa með tengdaföður sínum og stúlkunni, en
mesta forgöngu í hindrun hjónavígslunnar hafði samt Guttormur
Vigfússon. Vegna f>essa máls tók síra Vigfús sér á hendur ferð-
ina norður að Hofi. En allt kom fyrir ekki og loks lamaðist hann
svo af slagi um réttaleytið 1834, að varð máttvana á vinstri hlið
og gat upp frá pví engin afskipti haft af nokkrum hlut. Er par
aðeins átt við vinnu og líkamlega áreynslu, pví að hann hélt
heilum sönsum úr fram, eða í 7 ár enn. Lá hann allan pann tíma
rúmfastur og var við brugðið þolgæði hans og stillingu.
Hann burtkallaðist hinn 12. september 1841. Við útför hans á
ValJ?jófsstað minntust menn ]?ess í haustkyrri fegurðinni, að
höfðinginn meðal lýðsins var horfinn og samfélagið missti lit eins
og sölnandi grösin og hinn bliknandi gróður.
Niðurstaða þessarar upprifjunar á sögu síra Vigfúsar Orms-
sonar, búnaðarfrömuðarins á Valþjófsstað, er pví sú. að hann
ætti aðra kveðju skylda en níðvísu Magnúsar Pálssonar — prest-
urinn, sem var fátækra viðurhjálp og reisti menningu samtíðar-
innar með glæsilegri forgöngu í búnaði, en tímann allt til vorra
daga í merkum og mikilhæfum niðjum.
Börn síra Vigfúsar og frú Bergljótar, sem upp komust, voru
Tngunn, Margret, Sigríður, Einar og Guttormur.
Ingunn Vigfúsdóttir g'ftist Sigurði stúdent á Eyjólfsstöðum á
Völlunt Guðmundssyni sýslumanns, Péturssonar. Son þeirra var