Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 63
MÚLAÞING
61
síra Vigfús á Sauðanesi, fæddur á Valþjófsstað og upp alinn par
til 7 ára aldurs hjá afa sínum. Hann var mikill búhöldur, hélt
um tíma uppi skipi milli Þórshafnar og Vopnafjarðar, reisti stein-
húsið, sem enn stendur á Sauðanesi, 1879, svo að nokkurs sé
getið. Dótturson Ingunnar og Sigurðar á Eyjólfsstöðum var síra
Vigfús Þórðarson að Hjaltastað og Eydölum.
Margrét Vigfúsdóttir átti síra Guttorm Pálsson í Vallanesi,
sem áður er greint. Böm peirra, sem upp komust, voru Bergljót,
sem átti síra Sigurð Gunnarsson á Hallormsstað, Málfríður síra
Jón Jónsson Austmann, síra Vigfús á Ási, faðir Páls stúdents og
ritstjóra Austra, en börn hans hin kunnu Hallormsstaðarsystkin,
Sigrún Blöndal skólastýra og Guttormur skógarvörður. Guðlaug
Guttormsdóttir giftist Gísla lækni á Höfða Hjálmarssyni prests
á Hallormsstað Guðmundssonar, en Sigríður átti síra Vigfús
frænda sinn á Sauðanesi. Þórunn varð fyrst kona Methúsalems
Ámasonar á Bustarfelli, en síðan Benedikts Þorkelssonar á Höfða.
Margret átti Einar Ásmundsson í Nesi. Páll varð aðstoðarmaður
Gísla læknis mágs síns. Jón prófastur að Hjarðarholti í Dölum.
Sigríður Vigfúsdóttir var kona síra Stefáns Árnasonar á Val-
þjófsstað eins og getið er. Vom böm þeirra 12, en 2 dætur dóu
ungar. Meðal niðja peirra má geta Hallgríms á Ketilsstöðum á
Völlum, Hildar konu Jóns Guðmundssonar á Freyshólum f Skóg-
um, Þorbjargar á Gilsá í Breiðdal, Halldórs á Skriðuklaustri,
Jörgens í Krossavík og síra Stefáns Sigfússonar prests á Hofi í
Álftafirði, síðast í Vesturheimi, Gunnars Sigurðssonar á Egils-
stöðum í Fljótsdal.
Einar Vigfússon kvæntist Þorgerði Jónsdóttur frá Melum og
bjuggu þau barnlaus á Víðivöllum ytri.
Guttormur Vigfússon var yngstur barna síra Vigfúsar og frú
Bergljótar, fæddur á Valjjjófsstað 17. nóvember 1804. Hann var
stúdent og um tíma aljúngismaður, bóndi á Arnheiðarstöðum.
Æviminning hans var prentuð á Akureyri 1857, en 7 ræður voru
fluttar yfir moldum hans af 6 prestum. Guttormur var frábær
búnaðarfrömuður sem faðir hans, og má þar nefna garðahleðslur
og áveitur, forgöngu um Búbótafélag Fljótsdæla og áhugasaman
undirbúning þess, að reistur yrði búnaðarskóli á Austurlandi.