Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 64
62
MÚLAÞING
Guttormur Vigfússon, sonarson hans, varð síðar skólastjóri Bún-
aðarskólans á Eiðum, en lengst bóndi í Geitagerði og alþingis-
maður um skeið. Synir hans voru m. a. síra Þorvarður G. Þormar
í Hofteigi og Laufási og Vigfús G. Þormar bóndi og hreppstjóri
í Geitagerði, faðir Guttorms hreppstjóra par Þormars. Meðal
margra afkomenda Guttorms stúdents má geta síra Einars
Vigfússonar á Desjarmýri, Vignis Andréssonar íj?róttakennara,
Þorvarðar Sölvasonar stúdents og kaupmanns á Eskifirði, Hall-
dóru Kr. Vigfúsdóttur seinni konu síra Gunnlaugs á Breiðaból-
stað í Vesturhópi Halldórssonar, prófasts á Hofi Jónssonar,
Margretar Einarsdóttur fyrrum húsfreyju í Þingmúla og Einars
Guttormssonar læknis í Vestmannaeyjum.
Þeim, sem nánar vilja vita um niðja síra Vigfúsar Ormssonar,
skal bent á, að frá ]?eim segir síra Einar Jónsson í Ættum Aust-
firðinga, 3. bindi bls. 662 og áfram.
Helztu heimildir:
síra Einar Jónsson: Blanda IV, R 1928. Ættir Austfirðinga R 1953—1968.
Jón Helgason: íslenzkt mannlíf, R 1959.
Magnús Pálsson: Blanda IV., R 1928.
Páll E. Ólason: Islenzkar æviskrár, R 1948—52.
síra Sigurður Stefánsson: Jón Þorláksson, R 1963.
síra Stefán Árnason: Líkprédikun 1841 (í handriti).
Vigfús G. Þormar (munnl. heimild).
Æviminning Guttorms Vigfússonar, Akureyri 1857.