Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 72
70
MÚLAÞING
Sesselju-mál urðu par um 1540 og Jón sonur hans bjó par og átti
Helgu Árnadóttur frá Bustarfelli Brandssonar en Þórður bróðir
hans átti Guðlaugu systur hennar. Um aldur þeirra bræðra má
nokkuð marka f>að að Ragnhildur dóttir Þórðar, ekkja Bjöms
sýslumanns á Bustarfelli Gunnarssonar, átti son eftir lát hans
1602 og mundi pví ekki fædd fyrr en 1560.
Nú kemur til sögunnar merkilegt bréf um líf þessara hjóna.
Það er á þingi á Egilsstöðum 23. maí 1558 að Bjarni Erlendsson
sýslumaður nefnir 12 menn í dóm um málakröfu Þómnnar Ein-
arsdóttur í garð bónda síns, Bjarnar heitins Jónssonar.
„Öllum mönnum, j?eim sem þetta bréf sjá eður heyra, senda
Eiríkur Snjólfsson, Jón Skúlason, Finnbogi Jónsson, Þorsteinn
Einarsson, Magnús Ketilsson, Markús Jónsson, lögréttumenn.
Árni Brandsson, Arnfinnur Jónsson, Ásbjörn Árnason, Steingrím-
ur Guðmundsson, Jón Þorsteinsson, Ormur Skeggjason, kveðju
guðs og sína kunnugt gjörandi, pá er liðið var frá Jesu Kristi
fæðing M.D.L. VIII (= 1558) ár á Egilsstöðum, þingstað réttum,
mánudaginn upphaf fardagaviku vorum vér tilkallaðir og í dóm
nefndir af heiðarlegum dándi manni, Bjama Erlendssyni, er pá
hafði míns náðugasta herra kongsins sýslu og umboð yfir Aust-
fjörðum, að skoða og rannsaka og dóm á að leggja um það til-
kall, sem Þórunn Einarsdóttir klagaði í garð bónda síns Bjamar
heitins Jónssonar, hvers sál ljúfur guð náði, sem var um hennar
mála, hvern hún reiknaði 2 hndr.hndr. og par til 60 hndr. betur,
hver að upp á hljóðuðu hennar skjöl með skilvísra dándi manna
innsiglum, að svo væri, sem hún bar fram. Var sú vor hin fyrsta
grein par til, sem lögmálið hljóðaði. Ef maður fær konu að lands-
lögum réttum og gefur henni tilgjöf og fellur hann frá, pá skulu
henni ljúkast föng sín og heimanfylgja af sjálfs hans fé meðan
hað til vinnst. í öðrum stað inniheldur lögmálið svo: hvorki hjóna
skal fyrirgera né fyrirmæla annara féi. f þriðja parti: fram kom
fyrir oss meðkenningarbréf hennar bónda, fyrritaðrar kvinnu með
hans sjálfs innsigli, að hann hefði hennar peninga mist fyrir eigin
vanrækt og með ólögum. Því í nafni drottins. Amen: að svo
prófuðu og fyrir oss komnu, dæmdum vér með fullu dóms-at-
kvæði oft skrifaða kvinnu, Þórunni Einarsdóttur, sinn mála