Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 74
72
MÚL AÞING
manns og Helgu Jónsdóttur biskups Arasonar. Var Einar kvænt-
ur Vilborgu dóttur Bjarna Erlendssonar, en hann er pá dáinn.
Virðist Markús þessi Jónsson barnabarn Markúsar á Núpi, tengda-
sonar Hólmfríðar, ömmu Einars þessa sýslumanns. Markús á
Víðivöllum er ekki í dómi, án }?ess að vera nefndur „kongsins eið-
svari“ eins og hinir fjórir er dóminn sitja, en peir eru ptir mág-
ar frá Bustarfelli, Eiríkur Árnason, síðar sýslumaður og Þórður
Bjömsson, Ásbjörn Árnason, kenndur við Hallormsstað,
og Steingrímur Guðmundsson er fyrr gat og bjó í Héraði. Þessa
„eiðsvara" telur próf. Einar Bjarnason örugglega lögréttumenn.
Finnbogi Jónsson hafa sumir haldið að væri bróðir Bjöms á
Eyvindará en pa.8 mun ekki vera. Hann á eflaust að afa Finn-
boga, er getur 1540, og hefur verið sonur Jóns langs í Hafrafells-
tungu Finnbogasonar frá Ási.
Guðrún Finnbogadóttir, sjálfsagt dóttir hins fyrra Finnboga,
gerir tilraun til að gefa Skálholtskirkju Egilsstaði. Það hefur Bjöm
á Eyvindará, frændi hennar, gjört ónýtt og kaupir Egilsstaði af
Sesselju Loftsdóttur. Þarna er Arnfinnur bróðir Bjöms í dómin-
um og norður í Vopnafjörð er sóttur Árni Brandsson á Bustar-
felli. Það gefur fyllilega til kynna að hér eigi hann hagsmuna að
gæta, par sem tveir synir Bjöms eru tengdasynir hans. Það gefur
til kynna að pau ráð hafa tekist fyrr en þetta umrætt ár, 1558, og
sannast árið eftir, 10. maí, pá er Þórður Björnsson, eflaust á Bust-
arfelli, staddur á Refsstað og kaupir Skjaldteinsstaði og einn vott-
urinn er Arnfinnur Jónsson sem pá er sennilega kominn til Þórðar
bróðursonar síns í Bustarfell og segir brátt af Arnfinni.
Það vekur athygli hvað hér hefur verið mikill auður í búi er
allt var í réttu horfi. Konan telur sig eiga hálft þriðja hndr.hndr.
á landsvísu. Það er 300 hndr. eða 300 kýr eða 1800 ær. Og nú er
talað um erfingja Björns sem ekki eru pá erfingjar hennar. Þeir
dæmast til að greiða Þómnni svo hún hafi mála sinn 3 hndr.
kúgilda. Hér er beinlínis heimild um pað að pau hafi verið bam-
laus Björn og Þórunn því ekki er vitað um aðra erfingja Bjöms
en Jón á Egilsstöðum og Þórð á Bustarfelli. Son átti Björn, er
Bjarni hét, sem fæddur sýnist er Björn var á milli kvenna. Honum
hefur Bjöm gefið fé. Hann átti Vilborgu dóttur Eiríks á Ási