Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 76
74
MÚLAÞING '
Egilsstöðum í Vopnafirði Hailgrímssonar, og hann kallast hinn
ríki og sonur [>cirra Odds og Ingibjargar er Bjarni sýslumaður á
Bustarfelli. Þorbjörg dóttir lngibjargar, og ég held Bjama Finn-
bogasonar, giftist svo Pétri syni Staðarhóls-Páls og þarf nú ekki
að spyrja um auðinn á Hofi.
Sjálfsagt hefur bú og aðrar eignir Björns við andlát hans geng-
ið beint til Þórunnar og vart hefur |>að verið nema lítið eitt sem
erfingjar Björns hafa þurft að greiða henni. Og nú er pað komið á
daginn að erfingjar Björns eru ekki synir Þórunnar sem pó er
talið að verið hafi. Hitt er eftir að vita, og verður lengi enn, hver
var fyrri kona Björns og móðir sona hans, Jóns og Þórðar.
Séra Bjarni Finnbogason hefur verið strikaður út úr fræðum,
sem eru Dofra-kyns, en hans getur í ritaðri prestaskrá Hofs. Hann
hefur ef til vill bor;ð nafn Bic.ma prests Finnbogasonar er getur
í Þingeyjar[>ingi 1532 og ætla má að sé bróðir Margrétar. móður
Finnboga prests Tumasonar, pvi Finnbogi prestur á Hofi mun
fæddur um 1520—1525. Önnur börn Finnboga prests hafa ekki
auð í höndum en afkomendamargur mun hann vera þótt óljóst
sé í fræðum. Jón á Egilsstöðum og Helga Árnadóttir eru talin
að vera barnlaus og Egilsstaðir verða eign afkomenda Þórðar
bróður hans er kemur fram á 17. öld.
Þórður og Guðlaug Árnadóttir eru hlekkir í hinni fjölmennu
Bustarfellsætt og afkomendur þeirra setið pá jörð síðan fram á
pessa tíma. Gróa hafa sumir haldið að verið hafi dóttir Björns á
Eyvindará og hafi átt Þorkel frá Egilsstöðum í Vopnafirði, er
sumir hafa talið að verið hafi prestur á Hofi í Vopnafirði og gæti
[>að verið á rökum reist, en hann hefur pá sennilega lagt niður
prestsskap í siðaskiptunum pví peir Egilsstaðabræður, 6 að tölu,
voru í náinni frændsemi við Helgu konu Jóns biskups Arasonar
og hafa allir lært á vegum Jóns biskups og Helgu. En Gróa gæti
ekki verið móðir Odds prests á Hofi, er áður gat, pví Bjarni son-
ur hans átti Þórunni Björnsdóttur sýslumanns á Bustarfelli Gunn-
arssonar en móðir hennar var Ragnhildur dóttir Þórðar frá Ey-
vindará. Oddur Þorkelsson sýnist og vera miklu yngri en Ólafur
Þorkelsson, kenndur við Krossanes við Eyjafjörð.