Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 84
82
MÚLAÞING
Úr eldri ritum
Formáli
Ég hef á því nokkurn hug að koma á þœtti hér í ritinu þar sem
lesendum birtist áður prentaður fróðleikur, frásagnir og þjóðlífs-
myndir. Er eftirfarandi frásögn, af hrakningum Jóns fótalausa
og félaga hans, fyrsta sporið í þá átt.
Vel get ég hugsað mér, að frœðamönnum og söfnurum þyki
lítið til slíkrar útgáfustarfsemi koma, úr því að hœgt er að finna
slíkt lesmál á prenti. Að mínum dómi er þó aðalatriðið, að góðir
frásöguþœttir, þarfur fróðleikur og Ijósar þjóðlífsmyndir sé hand-
bœrt lesefni sem flestum mönnum. Góðvinur minn einn sagði
við mig fyrir skemmstu: „Það þarf að skrifa söguna fyrir hverja
kynslóð". Þetta er að minni hyggju rétt. Það er ekki nóg, að góð
frásaga sé prentuð einhverstaðar í gamalli bók, ef fáir einir vita
þar af henni og enn færri ná til hennar.
Ég hygg, að í nœstu framtíð verði ekki skortur á lesefni af
þessu tagi, er nú liggur og rykfellur í gömlum bókum, sem al-
menningur hefur ekki tök á að afla sér, og að betur sé gert en
ógert að draga sitt hvað af því fram á ný.
Frásögn Valdimars V. Snœvarrs, sú er hér fer á eftir, er prént-
uð í heild ásamt formála þeim er henni fylgdi í upphafi. Hún er
og prentuð með þeirri stafsetningu, sem á henni er í frumútgáf-
unni, að því undanskildu, að ég hef á þrem stöðum breytt jeg og
á einum stað ég í eg til samrœmis við þann rithátt þessa orðs sem
rikjandi er á máli höfundarins, auk þess sem ég hef á þrem stöð-
um leiðrétt auðsœjar prentvillur.
S. Ó. P.