Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 85
MUL AÞING
83
Úr eldri ritum I.
Valdimar V. Snævarr:
Þrekraunir
[Eg ætla, að menn muni yfirleitt verða sammála um það, að ýmsar frá-
sögur um þrekraunir þær, er forfeður vorir komust í, og sagt er frá í
íslendingasögunum, hafi orðið unglingunum íslensku til hvatningar og
stælingar, meðan þeir fengust til að lesa slíkar sögur og höfðu næði fyrir
þjóðlífs-öngþveitinu til að lifa sig inn í þær eða tileinka sér þær. Eg hygg
þó, að ekki yrði ungmennum vorum síður drjúgt til þroska, að safnað
yrði þrekraunasögum frá síðari tímum og Þær birtar í fjöllesnu blaði eða
tímariti. Sá munur er á þrekraunasögum hinna fyrri og síðari tíma, að
frá fornöldinni hafa mestmegnis geymst frásagnir um þrekraunir við
voþnaviðskifti og vígaferli, en frá síðari tímum hijóta að vera til margar
sögur um „kraþþan dans“ á láði og legi og ljómandi framgöngu ein-
stakra manna í baráttunni. Vitanlega liggur hin sama hugarstefna bak
við allar frásagnirnar, bæði eldri og yngri tíma þrekraunasögurnar. Sú
hugarstefna að gefast aldrei uþþ fyr en í „fulla hnefana" hefir skaþað
vörn Egils í klifinu og eins blásið Ófeigi Guðnasyni kjark í brjóst í Bis-
kayaflóanum. Eigi má gleyma að benda unglingunum á þetta, því að
annars er hætt við, að sjálfir atburðirnir skyggi á hina dásamlegu manns-
lund, sem skaþar sjálfa söguna. Minni eg að eins á, hvernig fór fyrir
Matthíasi og bræðrum hans, þegar þeir lúskruðu kálfinum undir nafni
Egils og Víga-Glúms!
Einstaka menn hafa í mín eyru kvartað sáran yfir því, að unglingarnir
sem nú eru að alast upp, væru ófúsari að leggja nokkuð á sig en áður
hefði verið. Má vel vera, að nokkuð sé hæft í því. Gömlu ævintýrin og
sögurnar, sagðar og lesnar, hafa sjálfsagt haft sín áhrif til skaþgerðar
æskulýðsins. Rökkurstundirnar og kvöldvakan á bæjunum hefir að hyggju
minni verið einskonar námskeið í skapgerðarfræði; þá hefir amma gamla,
ef til vill, verið þar aðalkennarinn. Amma gamla og ævintýrin, samvera
á heimilum og samtal um þjóðleg efni á kvöldum, er nú tæplega móðins
lengur, en öndvegið skipar nú kaffihúsalíf, kvikmyndasýningar, dægurskraf