Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 88
86
MÚLAÞING
inn og ætluðum að kippa honum upp með næsta ólagi, en pá
hvolfdi honum í höndum okkar. Lentum við pá 3, Jóhann
Þorsteinn og eg, í sjóinn; skolaði mér og Jóhanni strax upp,
en Þorsteini varð pað til lífs, að hann festist á línunni aftur úr
bátnum, en línan hafði flóknað utan um eina hóftuna. Var pá
ekki til þur þráður á okkur, bessurn }uem, og var pað vondur
undirbúningur undir komandi daga. Næsta ólag slengdi bátn-
um á réttan kjöl, og náðum við í hann. Gátum við með harð-
neskju bjargað honum upp í urðina. Var hann pá með 2 stór-
um götum og engu í — ekki einu sinn} línuspottarium, sem
varð Þorsteini til lífs. Hans gerðist heldur ekki lengur pörf.
Að }>essu ioknu gengum við á rekann, og fundum pá mastrið
og seglið, en ekki }>anstöngina, eina ár heila og aðra brotna
og stýrið. Nú var skollinn á blindbylur. Veðurhæðin var af-
skapleg og frostið mikið (10 stig'). Eða alténd fanst okkur
pað. eins og við vorum undirbúnir. Voru nú góð ráð dýr, og
hvað átti nú til bragðs að taka? Við urðum sammála um, að
leggja af stað út í Dalakálk, }>ótt eigi værum við vissir um.
hvort leiðin væri fær, vegna harðfennis og glerháíku. Okkur
var Ijóst, að leiðin var stórhættuleg, J>ótt menn hefðu góða
hjarnbrodda og broddstafi, og hvað pá heldur okkur, sem
hvorugt höfðum og vorum auk }>ess sumir í sjóstígvélum. Við
bjuggumst við að }>urfa að pjakka okkur spor í gljána, sem
og varð, og til }>ess höfðum við ekki annað en vasahníf og
part af draginu undan bátnum. Smáspýtur fundum við í urð-
inni, og völdum við úr }>eim göngustafi. Þannig útbúnir lögð-
um við af stað. Ekki höfðum við langt farið, er Þorsteinn
misti fótanna og hrapaði, á að giska 15—20 faðma. Var pá
ekki annað sýnilegt, en að leiðarlokum drægi fyrir honum. En
}>cgar hann er kominn á blábrún bjargsins, pá gat hann stöðv-
að sig — við smástein, er frosinn var fastur í gljána, og sem
varla var stærri en svo, að hann hefði getað falið hann í
lófa sínum. Enn voru góð ráð dýr. Þorsteini varð að bjarga,
en möguleikarnir voru litlir. Við pjökkuðum spor í gljána niður
eftir og selfærðum okkur, við Jóhann. Þegar komið var niður
á bjargbrúnina, kastaði eg mér flötum og lét Jóhann halda í