Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 90
88 MÚLAÞING sig í gljána, en nú voru öll |;au sund lokuð. Við komumst ekki lengra. Við urðum að snúa við. En eftir mælingu Magn- úsar bónda í Dölum áttum við að eins eftir 16 faðma upp á brúnina. Félaga okkar, pá Jóhann og Þorstein, fundum við á sama stað og við skildum við pá, og hjá J?eim settumst við að. Veðrið var alt af jafn ógurlegt og frost frá 10—18 stig nótt og dag. Vegna ofviðris festi aldrei svo snjó á hjallann, sem við höfðumst við á, að við gætum grafið okkur í fönn. Rokið var hamslaust, já alveg vitlaust. Nú tók hungrið að sverfa að, og pá sótti okkur svefn, einkum pá Jón nafna minn og Þor- stein. Við gengum alt af um gólf. nótt og dag, til að halda okkur vakandi, og höfðum við dágóðan flöt til að hreyfa okk- ur á. Sakir þess, að Þorsteinn poldi göngulagið svo illa, ásótti kuldinn hann mest okkar allra. Steinn allstór var á hjallanum, og undir honum var nokkurt skjól. Þar hvíldum við Þorstein og hlúðum að honum eftir föngum þannig, að við sátum áveð- urs við hann, þegar við þoldum sjálfir við. Eg skal ekki orð- lengja um líðan okkar. Veðurhæðin var alt af hin sama og frostið eins fram á föstudagsmorgun. Sulturinn var sárastur á þriðjud. og miðvikudaginn. En enginn okkar mælti pó æðru- orð. Þó var ekki sýnilegt, að okkur yrði nokkuð til bjargar, fyr en pá á föstudagsmorguninn. Og á fimtudag bjóst eg ekki við, að við sæjum allir næsta dag. Eg kveið pví mest, að eg myndi verða sá, er hina lifði. Og sannast að segja, ætlaði eg að sjá svo um, að eigi yrði langt á milli okkar. Á föstudagsmorguninn um fimm-leytið var veðrið farið að lægja og sérstaklega var farið að draga úr briminu, en frostið var um 12 stig. Vindstaðan var nú af norðaustri. Okkur kom pá saman um, að brölta ofan að bátnum, og skoða hann. Báturinn var óhreyfður, alveg eins og við gengum frá honum. Við álitum hann engan veginn sjófæran, en hins vegar vorum við allir samhuga um, að betra væri að drukna, en að kvelj- ast eins og undanfarna daga. Við tróðum öllu, sem við gátum fest hönd á, í götin á bátnum, og ýttum svo á flot í herrans nafni. En bátinn fylti strax af brimólgunni, og komumst við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.