Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 90
88
MÚLAÞING
sig í gljána, en nú voru öll |;au sund lokuð. Við komumst
ekki lengra. Við urðum að snúa við. En eftir mælingu Magn-
úsar bónda í Dölum áttum við að eins eftir 16 faðma upp
á brúnina.
Félaga okkar, pá Jóhann og Þorstein, fundum við á sama
stað og við skildum við pá, og hjá J?eim settumst við að.
Veðrið var alt af jafn ógurlegt og frost frá 10—18 stig nótt
og dag. Vegna ofviðris festi aldrei svo snjó á hjallann, sem
við höfðumst við á, að við gætum grafið okkur í fönn. Rokið
var hamslaust, já alveg vitlaust. Nú tók hungrið að sverfa að,
og pá sótti okkur svefn, einkum pá Jón nafna minn og Þor-
stein. Við gengum alt af um gólf. nótt og dag, til að halda
okkur vakandi, og höfðum við dágóðan flöt til að hreyfa okk-
ur á. Sakir þess, að Þorsteinn poldi göngulagið svo illa, ásótti
kuldinn hann mest okkar allra. Steinn allstór var á hjallanum,
og undir honum var nokkurt skjól. Þar hvíldum við Þorstein
og hlúðum að honum eftir föngum þannig, að við sátum áveð-
urs við hann, þegar við þoldum sjálfir við. Eg skal ekki orð-
lengja um líðan okkar. Veðurhæðin var alt af hin sama og
frostið eins fram á föstudagsmorgun. Sulturinn var sárastur á
þriðjud. og miðvikudaginn. En enginn okkar mælti pó æðru-
orð. Þó var ekki sýnilegt, að okkur yrði nokkuð til bjargar,
fyr en pá á föstudagsmorguninn. Og á fimtudag bjóst eg ekki
við, að við sæjum allir næsta dag. Eg kveið pví mest, að eg
myndi verða sá, er hina lifði. Og sannast að segja, ætlaði eg
að sjá svo um, að eigi yrði langt á milli okkar.
Á föstudagsmorguninn um fimm-leytið var veðrið farið að
lægja og sérstaklega var farið að draga úr briminu, en frostið
var um 12 stig. Vindstaðan var nú af norðaustri. Okkur kom
pá saman um, að brölta ofan að bátnum, og skoða hann.
Báturinn var óhreyfður, alveg eins og við gengum frá honum.
Við álitum hann engan veginn sjófæran, en hins vegar vorum
við allir samhuga um, að betra væri að drukna, en að kvelj-
ast eins og undanfarna daga. Við tróðum öllu, sem við gátum
fest hönd á, í götin á bátnum, og ýttum svo á flot í herrans
nafni. En bátinn fylti strax af brimólgunni, og komumst við