Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 92
90
MÚLAÞING
Sigurður Óskar Pálsson:
Vonið á hann, gott fólk
Formáli
Samantekt sú, er hér fer á eftir um síra Eirík Sölvason í Þing-
múla og annál hans, er ekki byggð á fræðimennsku, hvað pá
vísindalegri könnun heimilda, heldur er efnið sótt í prentaðar
bækur og dylst pað engum er les.
Aðalheimildin er auðvitað annáll síra Eiríks svo og formáli
prófessors Jóns heitins Jóhannessonar að honum í útgáfunni frá
1958 í íslenskum annálum (Annálar 1400—1800, V. 3.). Ég hygg
að búningur þessa annáls til prentunar og ritun formála að hon-
um sé eitt af síðustu verkum prófessors Jóns, en hann lést 4. maí
1957. Af neðanmálsathugasemdum við annálinn í umræddri út-
gáfu má sjá, að prófessor Þórhallur Vilmundarson hefur og
farið höndum um hann áður en hann yrði prentaður.
Eins og vikið er að í rabbi mínu á einum stað, hefur síra
Eiríkur skammstafað margt í riti sínu. í útgáfunni frá 1958 er
sá háttur hafður á, að skammstafanir eru leystar upp milli sviga.
Dæmi: ... „fæddist Marteinn E(iríks)s(on)“. „ ... varð mag. Jón
T(horkels)s(on) V(ídalín) biskup í SkáIholti“. Svigum þessum
sleppi ég og eru annálsgreinarnar prentaðar hér svo sem þær
væru upp lesnar af manni, kunnum handritinu. Hér standa engir
aðrir svigar í annálnum en (>eir. er síra Eiríkur hefur sjálfur sett.
Stöku pennaglöp hefur útgefandi leiðrétt innan homklofa, t. d.
j>ar sem vantað hefur staf í orð ellegar smáorð í setningu. Dæmi:
„ ... so að menn rötuðu ekki [í] skaða,...“. Slíkum homklofum
hef ég sleppt, svo sem J?arna hafi engin pennaglöp verið, og liggja
til þess sömu rök og greinir varðandi svigana.