Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 94
92
MÚLAÞING
að halda, í fárra manna höndum og ekki lesnir af almenningi
og er illt til þess að vita. Mér þótti því ekki úr vegi að kvnna
einn slíkan, stuttan, fyrir lesendum. Af sömu orsökum hef ég
inn á milli annálsgreina síra Eiríks vafið spjalli frá sjálfum mér
og ýmsum tilvitnunum í heimildir, ekki síst í aðra annála. Að
vísu eru þessar tilvitnanir í misjafnlega miklum tengslum við
annál síra Eiríks, en engu að síður bundnar samtíð hans.
Verði þessi samtíningur minn til þess að einhverjir, áður
ókunnir fræðum þeim sem hér er vikið að, taki að glugga í þau
til skemmtunar sér og fróðleiks, er tilgangi mínum með skrifi
þessu náð.
Að lokum vona ég, að með þeirri aðferð sem ég hef viðhaft
hafi ég ekki framið neina óhæfu gegn hinni fræðilegu útgáfu á
annál síra Eiríks í Þingmúla.
Vonið á hann
Árið 1663 fær það eftirmæli í annálum, að hafa verið gott ár
á íslandi, að minnsta kosti sunnanlands og við skulum vona. að
allvel hafi og árað hér eystra
Þetta vor, laugardaginn fyrsta í sumri, sem var 11. apríl, fæð-
ist hjónum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal sonur. Hjón þessi
voru þau Sölvi Gunnlaugsson prests í Möðrudal, Sölvasonar
prests Gottskálkssonar, og Helga Sigfúsdóttir prests í Hofteigi
Tómassonar.
Að hinum nýborna sveini standa því góðar ættir, eins og það
var kallað, og í heilagri skírn, þeginni af síra Guttormi Sigfús-
syni, hlýtur hann Eiríks nafn, að áliti fróðra manna nafn ann-
ars langafa síns í móðurætt, Eiríks Magnússonar í Bót.
Ný persóna hefur bæst í Hofteigssöfnuð, Eiríkur Sölvason.
Anno domini 1663, og þetta er merkisár þegar á allt er litið.
Um sumarið getur hans háloflega majestet, Friðrik 3. Dana-
kóngur, glaðst í hjarta sínu og ef til vill haldið veislu í tilefni
ársafmælis einveldis hans yfir því skeri í úthöfum norður, er
menn nefna ísland. Þetta er sumsé árið eftir hinn illræmda
Kópavogsfund, og þetta er einmitt árið þegar ályktað er á al-