Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 100
biskups Árnasonar, en par áður að líkum gengið milli skólasveina
í uppskriftum.
1677. Við p&tta ártal stendur aðeins ein málsgrein og hún stutt,
en pó svo stór í smæð sinni, svo regindjúp í einfaldleik sínum,
svo harmsöguleg, að lesandinn hlýtur að staldra við. Hvað er
pað pá sem síra Eiríkur skrifar við þetta ártal?
Lœröi eg ekki, því eg fékk ekki.
Að baki þessarar litlu minnisgreinar skynjum við tár og bæn-
ir, vonir og vonbrigði. Þegar síra Eiríkur hefur að rita annál
sinn, að líkum um 1700, veit hann engin tíðindi að segja frá
pessu ári önnur en þau, að hann lærði ekki því hann fékk ekki.
Hér er í hnotskurn löng raunasaga fátækrar alþýðu á íslandi.
Ósjálfrátt dettur manni í hug, er þessa málsgrein Þingmúla-
klerks ber fyrir augu, sá atburður er löngu síðar varð norður í
Skagafirði, þegar ungur piltur af fátæku fólki laumaðist út í
móa með tárin sín, er hann leit nokkra jafnaldra sína ríða hjá
garði á leið suður, í skóla.
Átti pá pessi ungi Jökuldælingur enga von? Raunar átti hann
hana, prátt fyrir allt. Hann átti jarðarhluta. Því miður vitum við
ekki úr hvaða jörð J?au hundruð voru, né hversu mörg, pví hér
höfum við ekki við annað að styðjast en hinar fáorðu annáls-
greinar.
1678. Kom mikið cífelli um hciustið. Eg vildi hafa komizt að
Hólmum í Reyðarfirði síra Guttormi Sigfússyni cið bjóða minn
jarðarpart, til pess eg fengi aö lœra. Komu ci mig snjóar so mikl-
ir, að eg komst á heilum degi frd Dalhúsum og að Miðhúsum
og þaðan með stórum hrakningi heim aftur. í skammdeginu
batnaði. Komst eg þci til Hólma.
I pá daga voru ferðir færri um Fagradal en síðar varð og ekki
á vísan að róa með samfylgd yfir dalinn. Þessi námfúsi Jökul-
dælingur kemst í Dalhús, snýr þaðan heim að sinni og bíður
betra færis.
Síra Guttormur á Hólmum, er hér var nefndur, var móður-
bróðir Eiríks og verður ekki annað séð en hann hafi tekið mála-
leitan þessa unga frænda síns sæmilega, svo mikið er víst að
hann kemur honum að Kolfreyjustað til síra Páls Ámundason-