Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 101
MÚLAÞING
99
ar að læra undir skóla, en um hitt vitum við ekki, hversu hall-
kvæmur síra Guttormur hefur verið frænda sínum í þessum við-
skiptum, né heldur hversu hátt upp á menntabrautina jarðarhlut-
urinn náði að lyfta þessum unga Jökuldælingi. Um )»ctta allt
hefur síra Eiríkur fátt eitt að segja.
1679. Kom eg til Kolfreyjustaðar og byrjaði alvarlega að lœra
grammaticam etc. Þar var eg samfelld ár 5, vetur og sumur.
Ugglaust má telja, að Eiríkur hafi unnið að einhverju leyti
fyrir sér á Kolfreyjustað þessi ár. Páll Ámundason, er sagður
hafa verið vel að sér. Kenndi >'msum skólalærdóm, ]>. á. m. Jóni
Vídalín, síðar Skálholtsbiskupi.
En nú kemur eyða í annálinn. Frá veru sinn á Kolfreyjustað
hefur sr. Eiríkur ekkert að segja og ekki heldur frá almennum
tíðindum. Verður [>ví næst fyrir okkur árið:
1684. Fór eg í Hólaskóla einfara, ókunnugur vegi og mönn-
wn á þeirri leið. Þar var eg tvo vetur undir tilsögn Egils Sigfús-
sonar í tíð mag. Jóns Vigfússonar og dimmitteraðist [útskrifaðist]
so þaðan.
Þeir menn, er síra Eiríkur tilgreinir hér, eru Egill Sigfússon
er heyrari [kennari] var á Hólum frá 1678 og varð rektor Hóla-
skóla sama árið og Eiríkur settist þar til náms, og sá víðfrægi
Hólabiskup, Jón Vigfússon, er áður hafði haft sýsluvöld í Þver-
árpingi öllu, en verið settur af embætti sökum óleyfilegrar versl-
unar með tóbak. Hann sigldi á konungs fund og rétti )?ar heldur
betur sinn hlut, og það svo, að hann kom heim með hvorki meira
né minna en vonarbréf fyrir sjálfum Hólastól árið 1674, og telja
heimildir, að hann hafi gefið kanslara konungs, Pétri Griffen-
feld, 1000 ríkisdali til að ná þcssari vegtyllu. Er og í minnum
haft og heimildum, að Brynjólfur biskup hafi af sýnilegri nauð-
ung vígt hann til biskupstignar )>að sama sumar, enda mun
vígslutexti meistara Brynjólfs hafa verið með eindæmum í kirkju-
sögu íslands, en hann var svona: „Hver sem ekki kemur inn í
sauðahúsið gegnum dyrnar, sá er jrjófur og morðingi“. Er þetta
1. vers 10. kapítula Jóhannesarguðspjalls, en pað hljóðar svo í
yngri þýðingu: „Sannlega, sannlega segi eg yður: sá sem ekki