Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 102
100
MÚLAÞING
gengur um dyrnar inn í sauðabyrgið, heldur stígur yfir annar-
staðar, sá er þjófur og ræningi“.
Að athöfn þessari lokinni voru fjórir vígðir biskupar á ís-
landi, jm Þórður Þorláksson eftirmaður meistara Brynjólfs hafði
verið vígður til biskups veturinn 1672 en sat norður á Hólum
hjá bróður sínum Gísla biskupi Þorlákssyni, albúinn að taka
við embætti pá Brynjólfur léti af eða félli frá. Hinn nývígði Hóla-
biskup mátti þreyja í 10 ár uns Gísli Hólabiskup lést í júlí 1684.
Frá næsta ári 1685 kann síra Eiríkur fátt eitt að segja og það
svo, að í fljótu bragði virðist þetta ártal vanta í annálinn en við
nánari rýni fáum við utanmáls á spássíu lesið. Andaðist síra
Sigfús Tómasson. Er þetta skammstafað sem fleira í skrifum
síra Eiríks. Þetta er afi hans, fyrrum prestur í Hofteigi.
1686. Þann 7. Aprilis var eg þaðan [frá Hólum] dimmitterað-
ur [útskrifaður] ci míns aldurs ári 23.
Þá var eg tvo vetur á Hólmum að kenna síra Jóni Guttorms-
syni.
Orðalagið „að kenna síra Jóni Guttormssyni“, gefur okkur
vísbendingu um, að þetta sé ekki skráð fyrr en eftir að Jón Gutt-
ormsson frá Hólmum er orðinn prestur, en hann tekur vígslu
16991. Má ef til vill lesa hér milli lína, að nú hafi verið komið
að Eiríki að gjalda fyrirgreiðslu síra Guttorms frænda síns fyrr-
um, er hann tekur að kenna Jóni syni hans undir skóla. Hann
varð síðar aðstoðarprestur föður síns á Hólmum og prestur þar
eftir hans dag frá 1725 til dauðadags 1731.
Frá veru sinni á Hólmum þessi tvö ár greinir síra Eiríkur ekki
gerr.
1688. Tók eg recommendatiu [meðmæli] og passa að sigla til
Kaupinhafnar. Á þeirri leið leið eg með Jakob Níelssyni skip-
brot og skaða etc. Var mánuð á því eylandi í Kattegatinu, sem
heitir Anholt, komst þaðan með lífsháska til Helzenör.
í Kaupinhafn var eg tvö ár.
Það mun hafa verið Reyðarfjarðarskip er hér barst á, á leið
1) Sbr. Annálar 1400—1800 V, 3 bls. 253. ísl. æviskrár telja hann vígð-
an 1696.