Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 104
102
MULAÞING
biskup Árnason árið 1722, jafnframt pví sem hann fól síra Ei-
rfki innheimtu biskupstíunda í fimm pingsóknum ásamt fleiri
trúnaðarstörfum. Telja enda heimildir síra Eirík reiðu- og skír-
leiksmann með fullu trausti sinna yfirboðara.
Sem við stöndum hér að baki Þingmúlaklerks og skyggnumst
yfir öxl honum skulum við rifja upp fyrir okkur, til glöggvunar
|)eim er lesa kynnu línur j»ær er hér eru ritaðar, hverjar þær jarð-
ir h.afa verið austur hér, er síra Eiríkur hafði umboð yfir og
nefndar eru tillagsjarðir fátækra presta og svo hitt hversu tillag
þetta var stofnað í upphafi. Um þetta efni skrifar Halldór fræði-
maður Stefánsson svo í Austurland V. bindi:
„Stjórnin mælti svo fyrir árið 1646, að selja skyldi frá biskupsstólunum,
kirkjum og klaustursetrum, „ónauðsynlegt lausafé" eins og það var orð-
að, dautt og kvikt, og mynda af því sjóð, sem kæmi hinum fátækari kirkj-
um og prestum til styrktar. Brynjólfur biskup tók þessum fyrirmælum vel
og gekkst fyrir framkvæmdum í biskupsdæmi sínu. Sjóður þessi var feng-
inn í hendur verzlunarfélaginu [þ. e. Det islandske, færöiske og nord-
Eandske Kompagni, sem hafði einokunarverslunina 1620—1662] til ávöxt-
unar, og árið 1664 nam hann fyrir Múlaþing, með vöxtum, rúmum 1721
ríkisdölum. Frá verzlunarfélaginu gekk féð til höfuðsmannsins, Henriks
Bjelke, upp í skuld, sem konungur var í við hann. í stað þess lét konung-
ur af hendi nokkrar af Skriðuklaustursjörðum í forráð biskupsstólsins.
Voru þær nefndar ýmist stólsjarðir eða stiptisjarðir. Tekjum af jörðum
þessum og kúgildaleigum skipti Brynjólfur svo árlega milli fátækra presta.
Stólsjarðir í Múlaþingi voru þessar:
Fagridalur í Vopnafirði 10 hndr. með 2 kúgildi
Hvanná 20 — — 2 —
Eiríksstaðir 20 — — 1 —
Skeggjastaðir á Jökuldal 20 — — 2H —
Seljamýri 10 — — 3 —
Austdalur 20 — — 4 —
Brimnes í Seyðisfirði 20 — — 4 —
Kross í Mjóafirði 20 — — 4 —
Krossanes 13Já — — 3 —
Karlsskáli 20 — — 3 —
Ánastaðir í Breiðdal 10 — — VA —
Kolmúli 10 — — 2 —
Gunnólfsvík 10 — — 3 —
Alls voru þetta 203H jarðarhundruð og 36 kúgildi. Samanlögð lands-
skuld 11,2 hundruð“.