Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 105
MÚLAÞING
103
1693. Tók um voriö testimonium Hólmakirkjusóknar og reið
aftur til alþingis um sumarið með síra Páli Ámundasyni. Þá
dœmdist Chrian.
Ekki verður séð af alþingisbókum, hvað síra Eiríkur er að
erinda á alþingi með gögn Hólmakirkju í fylgd með sínum gamla
kennara síra Páli Ámundasyni á Kolfreyjustað. Hitt greina prent-
aðar heimildir, að Þórður biskup Þorláksson hafi að ráði prófasts
lagt jörðina Hólma að öllu til kirkjunnar, en til þess hafi þurft
að leggja staðnum þá % hluta jarðarinnar, sem Skálholtsstóll
muni hafa átt allt frá dögum Stefáns biskups Jónssonarl, er sat
stólinn frá 1491—1518. Má vera, að þetta ferðalag síra Eiríks
standi í einhverju sambandi við þetta mál, sem pá hefur vænt-
anlega komið fyrir prestastefnu á alþingi.
„Þá dæmdist Chrian“, bætir síra Eiríkur við og á hér við hið
fræga Kríumál Christian Möllers amtmanns.
1694. Gekk mislingasóttin í Múlasýslu. Þann vetur voru mikl-
ar snjóleysur og Irost grimm. Hann er kallaður frostavetur. Sum-
arið eftir tók aldrei klaka úr jörðu. Af því spratt nœsta lítið gras.
Það ór var eg á Kolfreyjustað.
Mislingasóttar þessarar getur víða í heimildum. Vallaannáll
segir:
„Mislingasótt gekk allvíða um suðursveitir; lá hún hægt á
hinum yngri, er hana fengu. en pá eldri þjáði hún; var pó eigi
mannskæð“.
Fitjaannáll greinir svo frá:
„Mislingasótt, sú þriðja, sem komið hefur í þetta land, gekk
á þessu sumri, hausti og öndverðum vetri; var ekki mannskæð,
andaðist úr henni fátt fólk, nema fáein ungbörn, f>ó óvíða. Sú
fyrsta mislingasótt gekk hér í landi Anno 1644...“.
Hina fáorðu árferðislýsingu síra Eiríks styðja fleiri heimildir:
„Vor kalt og gróðurlítið. ís mikill fyrir landi allt til Jóns-
messu“, segir Mælifellsannáll, en Fitjaannáll segir:
„Hafís kom mikill fyrir norðan og austan, allt hingað fyrir
Vestmannaeyjar; var fyrir honum ófært milli lands og Vest-
1) Austurland V„ bls. 221—222.