Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 106
104
MÚLAÞING
mannaeyja í viku eður hálfan mánuð. Hann náði allt að Eyrar-
bakka. Af honum stóð mikil óáran og harðindi í Austfjörðum
og í Þingeyjarþingi, einninn allt í Húnavatnssýslu, svo að gras
spratt lítið, sérdeilis með sjósíðunni; hann fór ekki burt fyr en
eptir aljúng. Sumarið var grasmikið, gott og j’urt. svo sjaldan
kom dögg úr lopti sunnanlands, en fyrir austan og norðan var
bæði grasbrestur stór sumstaðar og ónýting á heyskap af vætum
sífelldum, allt í Húnavatnssýslu að norðan, en að austan undir
mið Eyjafjöll“.
1695. Þann 23. sunnudag eftir trinitatis [27. okt.] kom eg sam-
an viS mína elskulegu egtakvinnu, fyrir náð drottins og náung-
anna [hér vandamanna] leyfi, að Hólmum og var þar þann vet-
ur. Hann var mikillega harður frá því fyrir jól til þess í miðjan
einmánuð. Þá batnaði vel.
Hin elskulega egtakvinna síra Eiríks var Jarj>rúður, fædd um
1671 að talið er, dóttir Marteins Rögnvaldssonar sýslumanns,
j>ess er getur hér að framan. Börn þeirra voru: 1) Marteinn f. 10.
ágúst 1696, d. 1714. 2) Sigfús, f. 2. okt. 1697, nam um hríð í
Skálholtsskóla en 1725 neitar biskup að vígja hann sökum van-
þekkingar. Hann bjó á Hafrafelli en síðar á Urriðavatni. 3) Krist-
ín f. 10. júní 1702, varð síðari kona síra Jóns Gizurarsonar á
Hálsi í Hálsjúnghá. 4) Guðmundur f. 1703. 5) Sölvi f. 8. okt.
1705, mun hafa andast á unga aldri. 6) Halldór f. 1707, d. 1765,
lærði fyrst í Hólaskóla, en nam síðar prentiðn á Hólum, vann
síðan að prentiðn í Hamborg, Leipzig og Danzig, en var ráðinn
til Hólaprentsmiðju 1744 og bjó að Neðra Ási í Hjaltadal. 7)
Vilborg f. 1. janúar 1710, varð kona Halls Einarssonar í Njarð-
vík. 8) Sölvi f. 14. september 1711, bjó á Þorvaldsstöðum í Skrið-
dal og víðar.
1696. Flutti eg mig á Meðalnes um vorið í fardögum. 10.
Augusti fœddist Marteinn Eiríksson.
1697. Var mikillega harður vetur. Misstu menn fjölda kvik-
fjár. Eg missti, so eg átti ei nema sex œr eftir um vorið sjálfur.
Item missti eg 5 stórgripi.
Þann 2. Octobris þessa árs fæddist Sigfús elskulegur Eiríksson.
Um harðindi þessi eru heimildir misjafnar, eins og oftar, og