Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 107
MÚL AÞING
105
fara eftir því, hvar á landinu höfundar þeirra hafa verið kunnug-
astir.
„Einn hinn mesti frostavetur með snjóum og áfreðum. Pen-
ingafellir varð ekki, pví kvikfénaður var ekki meiri en hús
geymdu og sumstaðar nærri enginn, en refar sóttu svo að sauð-
fé, að ekki varð varið, gengu þcir heim að bæjum og jafnvel inn
í húsdyr, urðu handteknir, veiddir í bogum og fundust úti, dauð-
ir í hungri, svo um nokkur ár eptir var stór friður fyrir bít“, segir
Fitjaannáll.
„Féll pá fólk víða úr megurð; létust yfir hundrað í Hegranes-
þingi“, segir Mælifellsannáll.
1698. Var vetur góður, einkum upp ci jarðir, en veðurátt óstöðug
og snjóar miklir öðru hvörju.
Þetta ár varð mag. Jón Thorkelsson Vídalín biskup í Skálholti.
Þá suppliceraði eg fyrir [sótti um, bað um] Þingmúla og fékk
hans majestets bréf þar upp á.
Þann 17. Julii, sem var 4. sunnudagur eftir trinitatis, var eg
fyrir náð drottins ordineraður til kennimannlegs embœttis að
þjóna Mjóafjarðarþingum, á meðan ei félli Þingmúli, ef mér yrði
auðið það að lifa.
Og par með er Eiríkur Sölvason orðinn prestur, einn frómur
og dyggur þjónn í víngarði almættisins. En Þingmúli liggur ekki
á lausu. Þar situr og kennir skáldið síra Bjarni Gizurarson, hátt
á áttræðisaldri, og virðist ekkert líklegur til að láta af prestskap
fyrst um sinn. Síra Eiríkur má pví með þolgæði þreyja eftir því
brauði er hann hefur fengið kónglegt vonarbréf upp á.
1699. Var so harður vetur, að áttrœðir menn mundu ei þvílík
harðindi af jarðleysum, fjúkum, snjóum, langviðrum og óvenju-
lega grimmum frostum etc.
Eins og fyrr setur síra Eiríkur ekki á langar tölur til þess að
segja það sem hann telur fréttnæmt. Lítum á nokkrar fleiri heim-
ildir:
„Vetur [p. e. frá nýári] ærið harður um allt land með fjúkum,
snjóum og jarðbönnum . .. Vorið hart lengi fram eptir. Hafís
fyrir norðan undir þing, gerði pó fínan grasvöxt, er það var mjög
liðið, einkum utangarðs“ [Vallaannáll].