Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 108
106
MÚLAÞING
„Veðurátta var mjög óstöðug |>ann vetur, ýmist blotar, svo
upp komu snapir, eða jarðbönn... Vorið kalt og gróðurlítið
allt að fardögum. Var j)á mjög hart í ári, aflaskortur við sjó, en
málnyta fá og mjög mögur. Deyði margt umferðarfólk" [Mæli-
fellsannáll].
„Vetur hinn harðasti, kom á með veturnóttum syðra, en Mik-
aelsmessu nyrðra, með óvenjulega gnístandi frostgrimmd og
ákaflegum fjúkhríðum, lagði sjó og vatnsföll framar en áður það
menn til mundu... Vorið kalt og hart... Austur í Fljótsdals-
héraði kaffennti 2 bæi; pá menn fundu og til komu, voru bæði
menn og peningar komnir að dauða á öðrum þeirra, en á öðrum
sakaði hvorugt. Það sumar var í Austfjörðum rán og reyfara-
skapur af framandi jijóðum, helzt á kvikfé, svo fólk flúði frá
sumum bæjum. Voru og brotnar upp kaupmannabúðir Danskra,
og stolið úr þeim“ [Fitjaannáll].
Setbergsannáll greinir frá sömu atburðum hér fyrir austan.
Vart fer hjá jm', að við óskum þess, að hinn orðvari Þing-
múlaklerkur væri stundum ögn fjölorðari í frásögnum af peim
atburðum, er hann hlýtur að hafa jrekkt betur en annálaritarar
í öðrum fjórðungum. Okkur hættir að undra, að þessi maður
veit ekkert um jrann fræga Lagarfljótsorm sem a. m. k. fjórum
sinnum birtist mönnum á síðari hluta 17. aldar, að heimildir
greina, og pað í nágrenni sr. Eiríks, né um önnur undur á Fléraði
á sama tíma, því þetta er ekki maður sem grípur hverja flugu á
lofti og færir til bókar.
En nú breytir ritverk síra Eiríks um efni og svip. Eftir að
hann hefur verið ordineraður til kennimannlegs embættis tekur
hann að færa inn í annál sinn ýmis helstu prestverk sín utan hins
fasta kennimannsstarfs, að prédika Guðs orð hreint og ómengað
af stólnum. Hér eftir verður [>ví annáll hans sambland af annál
og prestsj>jónustubók. Því er það, að á eftir hinni almennu frá-
sögn af veðurfarinu árið 1699 kemur alllöng skrá yfir aukaprest-
verk höfundar framin í Mjóafirði, að Ási og Eiðum. Hér telur
hann fram bamsskírnir, trúlofanir ásamt greinargóðum kaup-
málum viðkomandi persóna, greftranir.