Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 111
MÚLAÞING
109
1703. Var vetur harður mjög, hallœristilstand, fjártjón mikið
í Austjirðingafjórðungi allvíða.
Þetta ár tilgreinir síra Eiríkur þrjár skímir og einn kaupmála
hjónaefna. Þann 20. október skírir síra Jón Guttormsson Guð-
mund, son síra Eiríks, í Þingmúlakirkju. Þetta er ugglaust síra
Jón Guttormsson á Hólmum, fyrrum lærisveinn Þingmúlaklerks.
Öðrum heimildum ber saman við orð síra Eiríks um harðindin
þetta ár, þótt fátt segi í þeim hér að austan, utan hvað Vopna-
fjarðarskip brotnar aftur og nú á legunni, fórust átta, aðrar heim-
ildir segja sjö menn.
1704. Var árferði gott um Austfirðingafjórðung, bœði eftir jól
líðanda árs og fyrir hins eftirkomandi.
Tilgreiíid er skím tveggja barna. Síðan lesum við:
1705. Var vetur æskilegur, vor kalt, stórmœli mikil og hrœði-
leg í landinu víða.
Annað er ekki að finna hér af tíðindum. En að hverju er hinn
fáorði og frómi klerkur að ía í þessari grein? Við verðum að
leita á náðir annarra heimilda til að fá skýringu á jm'. Vallaann-
áll er ekkert að skera utan af ]>\í. Þar segir m. a. undir fessu
ártali:
„Alping fjölmennt. Þar hálshöggvinn Árni Björnsson, Gríms-
sonar smiðs, úr Reykjadal norðan, er átt hafði barn við konu-
systur sinni, er Kristín hét Halldórsdóttir; henni drekkt í Laxá í
Reykjadal, skömmu eptir hingið. Einninn []>. e. höggvinn á al-
fnngi] Salómon Hallbjörnsson úr Snæfellsnessýslu, er átt hafði
bam við systurdóttur sinni, er Ólöf hét Jónsdóttir, og henni
drekkt, hinn ]>riðji Sumarliði Eiríksson úr Strandasýslu, er átt
hafði bam við Ragnhildi Tómasdóttur, hálf-bróðurdóttur sinni
og henni drekkt. Kolfinna hét kona Ásbjamardóttir úr Kjós; hún
hafði átt barn við giptum manni, er Ketill hét Jónsson, Narfa-
sonar, og myrt það, henni drekkt. Ketill strauk, svo hann náðist
ekki undir rétt“.
Þessi tíðindi er víða að finna í annálum svo og í alþingisbók-
um. Stóridómur í ægiveldi sínu vakir yfir gerðum manna. Hungr-
aðri, kúgaðri og fávísri alþýðu þessa hrjáða lands skal kennt að
vita skil góðs og ills; öxin glymur og Drekkingarhylur fær sinn