Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 115
MÚLAÞING
113
samnefni á albræðrum og alsystrum voru algeng á þessum tíma.
Á þcssum árum verður annálahöfundum mjög tíðrætt um
sendiför peirra félaga Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, jarða-
bókargerð þeirra og málavafstur, en að engu getur síra Eiríkur
þess, sem sjá má. Þetta ár 1711 er skrifað upp hér fyrir austan.
Vallaannáll segir.
„Skrifað upp í Múlasýslu af forlagi commissariorum; gerði }>að
Þorsteinn Sigurðarson, sveinn herra Páls. Ætlaði herra Ámi að
ríða pangað, en hindraðist og var því syðra kyr um sumarið, og
í Skálholti veturinn eptir“.
1712. Um veturinn er skrifaö. Vorið og sumarið kalt og þurrt,
sumstaöar vott til miös sumars og grasbrestur mikill í nálægum
sveitum. Háustiö óvenjulega vott og krapsamt, veturinn harður
til jóla, þaðan af jarölaust allvíða til þess í góulok, þá batnaði.
Sem við rennum augum yfir aukaprestverk síra Eiríks á þessu
ári, rekumst við á ögn óvenjuleg tíðindi:
Þann 10. Octobris fæddust þessar þrjár systur af einu móður-
lífi og meðtóku skirn og kristni á Arnhaldsstöðimi (í hríðviðri):
Þórunn, Þorgerður og Solveig Henriksdætur ...
Foreldrar þessara þríbura, Hinrik Bjamason og Guðrún Áma-
dóttir, búa á Borg í Skriðdal 1703. Þau áttu fyrir víst 14 böm,
hið elsta fætt um 1695 og þessar J>rjár dætur yngstar, en ekki
virðast nema þrjú þeirra hafa komist til aldurs, eitt }>eirra var
Þórunn, er hér getur að framan. Hinrik var sonur síra Bjama
Gizurarsonar.
1713. Um veturinn er skrifað áður. Vorið bærilegt og sumar
og haustið eitt eð bezta. Og veturinn allt til jóla æskilegur. So
mátti reikna hann út til enda.
Þá reið eg á alþing að forsvara aðskilnaðardóm um Árna
Magnússon og Ólöfu Sigurðardóttur etc.
Síðan skráir síra Eiríkur prjá kaupmála.
í prentuðu útgáfunni af Þingmúlaannál segir prófessor Jón
Jóhannesson neðanmáls við þctta ár: „Prestadómur, nefndur af
Ólafi prófasti Stefánssyni í Vallanesi, hafði dæmt á Egilsstöð-
um 29. júlí 1711, að trúlofun Árna og Ólafar skyldi slitin vera,
8