Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 116
114
MÚL AÞING
en synodalréttur felldi þann dóm úr gildi 1713. Af því varð nokk-
ur þykkja með Jóni biskupi Vídalín og séra Eiríki“.
1714. Var vetur allur hinn œskilegasti (lítiö írennsl á góunni).
Sumarið kalt og þurrt, so a/lvíða varð grasbrestur mikill, einkum
á votengi. Hafís lá við fram á slátt. Vor þetta fram á sumar
gekk í Múlasýslu mjög mannskæð sótt. Marteinn minn andaðist
þá 18 vetraó.
NÓTA. Þetta sumar var af mér gjörð með tilfengnum mönn-
um kirkjan að Þingmúla. Forsmiðir voru Jón Þorleifsson og
Snjólfur Sœmundsson snikkari.
Sóttar þessarar er víðar getið. Vallaannáll segir:
„f Múlajúngi austarlega gekk landfarsótt, heldur mannskæð,
er þar kom meður skólapiltum úr Skálholti. Úr henni deyði fólk
ekki allfátt í Vopnafirði og Fljótsdalshéraði, en ekki nafnkenndra
manna. Lá hún á ]?ar um sveitir eigi allskammt fram á sumar-
ið..
Jón Þorleifsson. er vinnur að kirkjusmíðinni í Þingmúla, mun
vera sá hinn sami og nefndur er snikkari í heimildum, fæddur
um 1670, bjó síðar á Egilsstöðum og Ketilsstöðum á Völlum,
lögréttumaður. Frá Snjólfi Sæmundssyni segir allmikið í Ættum
Austfirðinga bls. 591—592. Hann var frá Vöðlavík. Varð búð-
ardrengur í Stóru-Breiðuvík, sigldi og varð skipstimburmaður;
sigldi til Indlands, kom aftur heim eftir mörg ár efnaður. Bjó
fyrst í Papey2. Var kunnugur síra Eiríki í Þingmúla og leitaði
til hans um ábendingar um jarðnæði, er hann fór frá Papey.
Keypti Urriðavatn í Fellum og bjó par. Sagt var, að hann hefði
ekki viljað deyja á íslandi og sigldí með Reyðarfjarðarskipi 1726,
en til þess spurðist aldrei síðan. Hann hafði áður en hann sigldi
beðið Sigfús á Hafrafelli, son síra Eiríks í Þingmúla, að annast
konu sína og böm og kvæntist Sigfús ekkju hans, bjuggu þau á
2) sjá Papeyjarsögu og Papeyinga, Austurland III.
vegar segja íslenzkar æviskrár, að hann hafi drukknað, hvaðan sem sú
heimild er fengin.
2) Sjá Papeyjarsögu og Papeyinga, Austurlandi III.