Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 117
MÚLAÞING
115
Urriðavatni. Frá þessum aíburðum segir einnig í Desjarmýrar-
annál síra Halldórs Gíslasonar.
Þetta ár greinir síra Eiríkur frá f>rem barnsskírnum, einni
trúlofun.
1715. Veturinn fyrir jólin vctr stórbrestóttur. Frá jólum til
kyndilmessu var gott. Þá tók veturinn til fyrir alvöru, so jarð-
bönn urðu bæði á þorra og góu. Með einmánuði hlánaði vel.
Kom aftur á í þriðju vikunni. Þó héldu flestir gripum sínum
til krossmessu. Þá komu innistöður og jarðbönn víða, og gekk
so gefa mátti hvör sem gat til Jónsmessu (þeir voru fáir). Þar
fyrir varð fellir mikill gripa, so allfáir hjá komust. Gagnlaust
fé, sem eftir lifði, til miðsumars, sumstaðar lengur, og þá mjög
lítið grœnt gras komið, ekki bithagi fyrir stórgripi víða, og so
var áirið harðindasamt allt til jóla (veturinn eftir). Þá batnaði.
Deyfð hefur verið yfir mannlífinu í Skriðdal í þessum ódæma
harðindum og ekki að undra. Engin skírn j?etta ár, né trúlofun,
svo skráð sé.
1716. Þennan vetur frá jólum var gott árferði, so víða þurfti
ekki lömbum át að kenna, þó til hefði verið. Sérlega gott vor og
snemmgróið, so menn þenktu það mundi verða bezta grasáir, en
það sló feil, því frá fráifœrum spratt lítið næsta um þennan reit
(í Múlasýslu) vegna óvenjulegra þurrka, en nýttist vel. Árferði
var í betra lagi inn til nýárs (seqventio) [samfellt].
Síðan lesum við um eina trúlofun og eina skírn. En nú rennur
okkur glýja á augu þar sem við stöndum að baki klerkinum í
Þingmúla og rýnum í kver hans og fáum eigi lesið, hvað skráð
er á næsta blað. Fletti hann Jjví ef til vill svo snarlega, að við
tækjum ekki eftir? Skyldi þetta vera fyrirboði J>ess, að blað þetta
týnist síðar úr annálnum? Hvað J?arna er skráð vitum við pví
eigi, en af tölum, er síra Eiríkur setur utanmáls við barnsskírnir
verður ráðið, að á blaði ]>essu hafi staðið m. a. nöfn þriggja
barna, er fæðst hafa og endurfæðst fyrir heilaga skírn í Þingmúla-
sókn þetta ár.
1718. Frá nýári var vetur harðari en meðalár, einkum á góu
og einmánuði. Vorið kalt. Sumarið gott og meðalgrasár. Vetur-
inn inn til jóla í betra lagi. Sótt gekk í landinu, so víða stukku