Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 118
116
MÚLAÞING
menn af, og urðu margra hjóna skilnaðir, einkum í Múlasýslu.
Kongl. majestets orlogsskip strandaði í Þorlákshöfn, og kom-
ust af menn flestir (1 hndr. 61), föstudaginn ncesta eftir allra-
heilagramessu, og voru hér veturinn etc.
Hér að auki skráir síra Eiríkur eina skírn og eina trúlofun.
Þar sem síra Eiríkur nefnir hjónaskilnaði á hann ugglaust við
aðskilnað hjóna vegna dauðsfalla. En nú ber nýrra við í ann-
álsgreinum þessum. Allt í einu tekur síra Eiríkur að segja okkur
tíðindi úr öðrum fjórðungum. Það hefur hann ekki gert síðan
1705 er hann nefndi stórmælin miklu í landinu víða, auk þess
sem hann greindi frá útkomu bólunnar 1707.
Frásöguna um strand orlogsskipsins er að finna í mörgum ann-
álum og við skulum okkur til glöggvunar rifja upp hvað þeir
segja um þennan atburð.
Að tímatali síra Eiríks hefur þetta gerst 4. nóvember. Skipið
hét Gothenborg og kom hér sem varnarskip með kaupförum.
Vallaannáll segir:
„8. Novembris í veðri miklu, er pá kom af hafi, braut vam-
arskipið danska við Hásteina út frá Óseyri. Og er þeir, er á
voru sáu, hvað verða vildi, fóru 8 af j?eim á fleka einn, er brotn-
að hafði af skipinu, til lands og 'nöfðu með sér kaðal; dmkkn-
uðu 7 af þeim, en einn komst til lands með kaðalinn, því hann
var syndur, og komust svo hinir á honum til lands allir saman,
svo enginn þeirra lést; vom j>eir að tölu 156 ...“.
Mælifellsannáll segir svo:
„Þá hrakti vamarskip, sem kaupförum hafði fylgt hingað til
landsins, frá Grænlandi, brotnaði og sökk niður hjá Þorláks-
hafnarskeiði syðra; voru á j?ví 160 manns, fómst 18, en hinir
komust lífs af...“.
Af sambandi við aðra atburði verður ekki annað séð en höf-
undur annálsins telji petta hafa verið föstudaginn annan í vetri,
eða 28. október.
Grímsstaðaannáll er stuttorður um atburðinn:
„Um vetumæturnar um haustið strandaði fyrir austan danskt
stríðsskip, hvert um sumarið hafði hingað til íslands kaupförum
fylgt. Á }>ví var sagt verið hafi hálft annað hundrað manns“. Af