Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 120
118
MÚL AÞING
og grasár í meðallagi. Þá kom út hingað nýr stiftsbefalingsmað-
ur, Peder von Rafen.
30. Augusti andaðist mag. Jón Þorkelsson Vídalín á reisu frá
Skálholti circiter % þingmannaleið [circiter = um það bil].
Raben var ættamafn þessa herramanns, sem 1720 kom út upp-
dubbaður stiftsbefalingsmaður og þannig rita allir annálahöf-
undar nafn hans utan höfundur Hrafnagilsannáls, er ritar Rabe,
en síra Eiríkur er sá eini, sem titlar hann von við hans hingað-
komu.
Sjö börn skírir síra Eiríkur hetta ár og greinir frá einni trú-
lofun ásamt [>arviðkomandi kaupmála.
1721. Var vetrarfar framan til jóla mjög óstöðugt og stórhríða-
samt. Lá við jarðbönn, en hlánaði í milli. Frá jóhim var það stór-
brestasamt, so við falli var búið, en með sumrinu gaf guð so ná-
kvœman bata, að flestar skepnur lifnuðu við. So var hér og so
gott sumar og grasgefið.
Skráð er skírn eins barns þetta ár.
1722. Var vetur til jóla mjög harður víðast um þessa sýslu, af
snjóum mest og veðrum. Þaðan af hin bezta veðurátt, til þess
vika var eftir af þorra. Þá kom bloti og gjörði jarðbann nœr í 6
vikur, en veður stillt og frost Iítil oftast. Þaðan af sólbráð lítil.
Hálfur mánuður af sumrinu var harðastur. Þá dóu gripir í
hrönnum.
Á þessum vetri var eg mjög veikur, einkum efstu vikuna fyrir
jólin en komst þó á jólanóttina á fætur og flutti embœtti etc.
Þennan vetur varð herra Jón Árnason biskup til Skálholts.
Miili lína bætir síra Eiríkur við: magistreraði absens [p. e. hlaut
magistersnafnbót fjarstaddur].
Við höfum það á tilfinningunni, að þessi maður mætti vera
mikið veikur léti hann sóknarbörn sín verða af blessun heilagr-
ar guðsþjónustu á messudögum, hvað pá á sjálfum jólunum.
Jón Árnason vígðist til biskups 25. mars 1722, fékk magisters-
nafnbót 30. júlí sama ár.
Fjögur börn skírir síra Eiríkur þetta ár.
1723. Var vetur til jóla harður. Þaðan af skrykkjótt veðurátt,
ýmist lá við jarðbönn eður komu fárleg stórviðri með þíðu og