Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 121
MÚLAÞING
119
krapahríðum. En góa þó hörðust, so víða urðu jarðbönn og gefið
öllum útigangspeningi. Þaðan af komu góðir og hœgir batar allt
til krossmessu hinnar gömlu etc. [14. maí].
Sumarið hið œskilegasta og heyskapur meiri en í meðalári.
Veðurátt brá með Gallusdegi [16. okt.] og varð veturinn áfella-
samur og skrykkjóttur til jóla. Þann 7., 8., 9., 10., 11. Decem-
bris voru so mikil snjóveður, að allvíða varð stórkostlegur fjár-
skaði um héraðið etc.
Þetta ár skírir síra Eiríkur fjögur börn, hið síðasta í Litla-
Sandfelli 4. október. Þá var so mikið stórviðri og vötn, að eg
komst ekki heim yfir Múlaá etc.
1724. Veturinn framan til jóla er áður teiknaður. Nóttina 2.
Januarii kom áhlaupaveður af útnorðri og gjörði víða skaða marg-
víslegan, jafnvel mannskaða. Utmánuðirnir voru so harðir, að
úr máta mikið fjártjón varð allvíðast, þar sem ekki varð með heyi
hjálpað, en sumstaðar gripalaust af útigangspeningi. Sumarið
var gott, frá því batnaði nœr sumarmálunum.
Frá Jónsmessu og fram undir haust var eg mjög heilsuveikur,
lika vel framan af vetrinum.
Þótt annáll síra Eiríks sé fáorðari en aðrir annálar um menn
og viðburði hlýtur okkur að vera til efs, að annarsstaðar verði
lesnar raunsannari lýsingar á búnaðarhögum þeirrar þjóðar, er
setti gripi sína á Guð og gaddinn flest ár.
Þrjár skímir eru skráðar og einn kaupmáli þetta ár.
1725. Var vetur til jóla bœrilegur. Þá harðnaði, og varð jarð-
laust með öllu um þetta hérað víðast til miðþorra. Þá batnaði,
og urðu örrœtingar. [Höfundur á líklega við beitarsnapir, sbr.
orðið örreyti].
Hélzt sú veðurátt til sumars. Þá komu norðausturs næður,
kuldar, krapi, regn og stundum snjór til hvítasunnu [20. maí],
einninn frá trinit. til miðsumars etc.
Ekkert meira er skráð þetta ár en árið eftir 1726 eru aftur á
móti ekki skráð nein almenn tíðindi en átta barnsskírnir. Þetta
er ]>ó árið, sem fyrrverandi kirkjusmiður í Þingmúla ferst með
Reyðarfjarðarskipi, í Friðriksbyl.