Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 122
120
MÚL AÞING
/727. Var vetur bœði fyrir jól og eftir góður, en 5 vikna jarð-
bann varð eftir miðvetur.
Og presturinn í Þingmúla skírir þrjú börn á árinu.
1728. Var vetur góður til jóla. Meira part þorrans jarðbann
af snjóum.
Vart má það styttra vera lesmálið, sem presturinn í Þingmúla
eykur í bókmenntir þjóðarinnar árið sem íslenskar bækur
brenna í Kaupinhafn. Síðan skráir hann skírn sjö bama í sókn
sinni.
Og nú lesum við ekki lengra að sinni, því hér þrýtur lesmálið.
Við okkur blasir auð síða. Síra Eiríkur í Þingmúla hefur lokið
að fletta fyrir okkur kveri sínu. Hann leggur það opið á púltið
fyrir framan sig, seilist eftir fjaðrapenna og bleki og býr sig
Einn process úr Múlaþingi
Þeim mönnum til glöggvunar, er trúa kynnu að alþingi íslendinga hafi
einatt fjallað um stórmál þar til á „vorum síðustu og verstu tímum“, skul-
um við glugga ögn í alþingisbókina frá því herrans ári 1705:
„Item var upp lesinn process (mál) úr Múlaþingi framfarinn að Hólm-
um við Reyðarfjörð, sá fyrri þann 5. septembris anno 1704, en síðari 21.
aprílis anno 1705, um barnsfaðernislýsingu Kristínar Runólfsdóttur uppá
Jakob Jónsson, hverri hann mótsvarið hefur með tildæmdum eiði. Því
segja lögþingsmenn nefndur Jakob frí vera eigi fyrir barnsfaðernisáburði
og tiltali Kristínar framvegis. En þar Kristín hefur meðkennt uppá sig
saurlífissambúð við þann danska mann Rasmus Kock í Reyðarfjarðar-
kaupstað, sem vitnisburðir í processinum ljóslega greina, þá er lögmanna
og lögréttumanna andsvar, að þar játun Kristínar Runólfsdóttur fyrir
réttinum á Hólmaþingi ásamt ryktið (orðrómurinn) um legorð og laus-
lætissamlag Rasmusar við hana gerir líklegt, að Kristín muni þessu ei
uppá sig ljúga, þá skuli hún straffast svo sem fyrir eitt frillulífsbrot með
Rasmusi eftir stóradómi, en ekki sem fyrir hórdóm, þar ei er bevísað, að
kokkurinn Rasmus hafi eigingiftur verið, eftir þingfararb. 4. cap. En
þótt nefnd Kristin ei Rasmus útleggja vilji fyrir barnsföður, þá á hún
þar um ei að aktast, ef tíminn hennar samgangs og saurlífis, sem hún
uppá sig og Rasmus ber og meðkennir, svarar eftir náttúrunnar eðli
barnsins fæðingartíma, og það er sýslumaðurinn skyldugur að láta lög-
lega rannsaka í héraði".