Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 123
MÚL AÞING
121
undir að færa til bókar tíðindi ársins 1729 — þess árs er senn
rennur í aldanna skaut.
Við skulum jrví staldra enn um sinn að baki þessa manns í
köldu og dauflýstu stofuhúsinu og freista þess að lesa úr penna
hans, Jjótt það teljist ef til vill ekki mikil kurteisi:
1729. Var vetur hins líðandi árs til jóla hinn harðasti og úti-
gangspeningur kominn pá í nám [sbr. uppnám: vera í námi =
vera í hættu]. Þá batnaði undarlega vel lengi fram eftir. En um
vorið í öndverðum Majo kom áfelli lítið, því liðið var, en stórt
fyrir á að líta. Batnaði þá, so að menn rötuðu ekki í skaða, og
so varð sumarið gott til miðsumars. En á pessum liðna vetri for-
sorgaði guð undarlega vel íslands innbyggjendur með sinni bless-
un, að ei varð mannfellir í landinu, því þar sem heimili var vant
að hafa 10 vœttir smjörs til lífsuppheldis um vetrartímann, þar
hjálpaði nú ein x/ vœtt, því guð gaf annarlega blessan af sjónum
og lét alla ná til hennar. Blessað sé hans nafn að eilífu. Vonið á
hann, gott fólk, því hann svíkur ekki.
Og síra Eiríkur Sölvason leggur frá sér fjaðrapennann.
Helstu heimildir:
Annálar 1400—1800.
Alþingisbækur VII. 1., Reykjavík 1944.
Sömu rit IX. 3., Reykjavík 1960.
Austurland III., Akureyri 1951.
Austurland V.. Akureyri 1958.
Múlaþing 8.. Neskaupstað 1975.
Páll Eggert Ólason: ísl. æviskrár, Reykjavík 1948—1952.
Einar Jónsson prófastur: Ættir Austfirðinga, Reykjavík 1953—1968.
Jón J. Aðils: Einokunarverzlun Dana á fslandi 1602—1787, önnur út-
gáfa, Reykjavík 1971.
Jón M. Samsonarson: Eftirmáli (við Ijóð séra Bjarna Gizurarsonar,
SóJarsýn), Reykjavík 1960.
Jón Helgason: Öldin sautjánda, Reykjavík 1966.
Bergsteinn Jónsson: Mannkynssaga 1648—1789, Reykjavík 1963.