Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 131
MÚLAÞING
129
Dr. Richard Beck:
Séra Eyjólfur Jónasson Melan
(1890—1960)
Einn af þeim Austfirðingum vestan hafs, sem kunnur varð
og hlaut ■ verðuga viðurkenningu á starfssviði sínu, var séra
Eyjólfur Jónasson Melan. Sæmir f>ví vel, að frásögn um æviferil
hans og starf geymist í Miílaþingi, þótt hún sé stuttorðari heldur
en ég hefði kosið, vegna f>ess, að ég hefi nú eigi ítarlegri gögn með
höndum. Engu að síður, vona ég, að hér verði nokkurri birtu
brugðið á merkilegt ævistarf séra Eyjólfs meðal fslendinga í
Vesturheimi og á manninn sjálfan.
I.
Eyjólfur Snæbjörn Jónasson. svo hét hann skírnarnafni (ættar-
nafnið Melan tók hann upp á fullorðinsárum), var fæddur á
Sléttu í Reyðarfirði 2. jan. 1890, og eru pví í byrjun pessa árs
rétt 85 ár liðin frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru þau Jónas
bóndi Eyjólfsson og fyrri kona hans Sigurlín Guðnadóttir; fluttist
hann eins árs gamall með }>eim að Seljateigshjáleigu og ólst pav
upp.
Hann brautskráðist af Flensborgarskólanum í Hafnarfirði vorið
1911, settist pá í Menntaskólann í Reykjavík og tók þar stúdents-
próf 1917. Innritaðist hann pá í Guðfræðideild Háskóla íslands
og lauk par prófi 14. febr. 1921. Vann hann samhliða námi sínu
fyrir sér með tímakennslu.
Ári síðar bauðst honum preststaða við Sambandssöfnuðinn á
Gimli í Nýja-fslandi í Manitoba. Tók hann pví boði, fluttist
vestur um haf, og þjónaði þeim söfnuði 1922—1926.
Lét hann pá af prestskap um sinn og fluttist vestur á Kyrrahafs-
strönd. í nóvember sama ár (1926) kvæntist hann í Los Angeles