Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 132
130
MTJLAÞING
Ólafíu Johnson, kennslukonu. Var hún dóttir eins hinna fyrstu
landnámsmanna Nýja-fslands, Jóns Jónssonar frá Grund í Mikley
í Manitoba, af kunnum ættum í Borgarfirði syðra. Var Ólafía
um allt hin mesta merkiskona, eins og síðar getur. Þau Eyjólfur
áttu stutta dvöl í Los Angeles, en fluttu til San Diego, og þar
fæddist sonur þeirra, Jónas Aylwin, 11. sept. 1927, og var hann
einkabarn þeirra. Verður síðar vikið að honum og fjölskyldu
hans. Á San Diego árum sínum mun Eyjólfur hafa unnið að smíð-
um, enda var hann snillingur í höndum, og kem ég að því aftur,
en Ólafía kona hans kenndi í kvöldskóla þar í borg.
Eftir sjö ára dvöl í Kaliforníu, tók séra Eyjólfur köllun frá
Sambandssöfnuðunum á Gimli, Árnes, Árborg og Riverton í
Nýja-íslandi, og þjónaði J?eim síðan næstu 17 árin, fram til ársins
1950, með aðsetur í Riverton. f júní 1943 var hann á kirkjujnngi
Hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku og
kosinn forseti félagsins og gengdi J>ví embætti í fjögur ár.
Séra Eyjólfur lézt 18. nóv. 1960 á heimili sínu í Argyle-byggð-
inni íslenzku í Manitoba, en }>ar hafði hann átt heima síðustu
árin. Kom öllum j?eim, er þekktu hann, saman um f>að, að með
honum væri bæði mætur og merkur maður til moldar genginn.
Séra Albert E. Kristjánsson, starfsbróðir séra Eyjólfs og hon-
um gagnkunnugur, ritaði prýðilega æviminningu hans íLögberg-
Heimskringlu 9. marz 1961, og fer, sérstaklega, eftirfarandi orð-
um um megin starfstímabil hans sem prests þau sautján árin
(1933—1950), sem hann þjónaði Sambandssöfnuðunum í Nýja
íslandi. Sú frásögn er jafnframt glögg lýsing á séra Eyjólfi sem
manni:
„Á þessum árum vann hann margt nytjastarf í J>águ frjálsra
trúmála, bæði innan safnaða sinna og í kirkjufélaginu, lengstum
í stjórnarnefnd j?ess. En hann lagði fram, ekki aðeins andlegt
atgervi sitt, og var þar af miklu að taka, heldur einnig hagar
hendur. Ég hef j?að fyrir satt, að hann hafi verið lærður húsgagna-
smiður, enda hefi ég séð fagurgerða stóla og annan húsbúnað
eftir hann, og bera j^cssir hlutir vitni um hagleik hans og smekk-
vísi, enda var hann listrænn að eðlisfari og unni allri fegurð.