Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 133
MÚLAÞING
131
Meðal hinna verklegu framkvæmda í þágu frjálstrúarmálanna,
sem hann lagði einna drýgstan skerf til, má nefna: samkomuhús
safnaðarins á Gimli, kirkjuna í Árnesi og sumarheimili bama
á Hnausum. í sambandi við hið síðasttalda kemur manni eðlilega
í huga hve barnelskur hann var. Börn hændust að honum, hvar
sem var, og hann hafði yndi af návist þeirra, og það voru honum
sælustundir, þegar hann mátti leika sér með þeim, segja þeim
sögur, kenna þeim, og tala við pau á pví máli, sem J»au skildu“.
Eftir að hafa vikið að ritstörfum séra Eyjólfs, sem ég mun
fjalla um í sérstökum kafla, lýkur séra Albert æviminningu hans
með tilvitnun í bréf frá Ólafíu konu hans, er talar sínu eigin máli:
„Hér hykir mér eiga við að fylla inn |>á mynd, sem vinir Eyjólfs
og velunnarar vilja geyma. með nokkrum pennadráttum, teknum
úr bréfi frá konu hans til mín, eftir lát hans. Hún segir meðal
annars: „Sem heimilsfaðir gjörði hann allt, sem hann gat fyrir
okkur Jónas. Hann unni Lillian, tengdadóttur sinni jafnt Jónasi
og gjörði allt til að létta leið þeirra. En mesta gleði hafði hann,
þegar hann var með sonarbömum sínum. Gjörði hann þeim
margra glaða stund með því að segja þeim sögur, og leiða þau út
í náttúruna, til að sýna þeim fugla og jurtir“. Og um afstöðu hans
til meginmála mannfélagsins segir hún: „Hann unni trúfrelsi og
jafnaðarmennsku, en hataði allan yfirgang, óréttlæti og hjátrú“.
Við félagar, starfsbræður og vinir hans, sem þekktum gáfur
hans og mannkosti, finnum til þess, að flokkur okkar varð mikl-
um mun fátækari við lát séra Eyjólfs, og við kveðjum hann með
söknuði og þakklæti".
Séra Albert vék að því, hver snillingur séra Eyjólfur hafði
verið í höndum og skal nú nokkuru nánar lýst þeirri hliðinni á
listgáfu hans.
Þeir séra Eyjólfur og Guttormur J. Guttormsson skáld voru
sambæjarmenn í Riverton, Manitoba, öll þau 17 árin, sem séra
Eyjólfur var búsettur þar; voru þeir því gagnkunnugir og góð-
vinir að sama skapi. Er mér persónulega um það kunnugt, hve
þeir Austfirðingamir kunnu hvom annan vel að meta. Kemur
hugur Guttorms til Eyjólfs einnig vel fram í kvæðum skáldsins,