Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 134
132
MÚLAÞING
þótt hann slái par jafnframt á streng kýmni sinnar, eins og hon-
um var ósjaldan lagið.
í Kvæðasafni hans, er út kom á vegum Iðunnarútgáfunnar
(Reykjavík, 1947) og Arnór Sigurjónsson bjó undir prentun, er í
kaflanum „Eftirhreytur“ þetta kvæði, „Séra Eyjólfur Melan“
(Húsgagnasmíði hans er með ágætum):
Þetta er meistarans mublusmíði.
Mundi það vera hallarprýði
heima og erlendis, hvar sem er.
Sjaldgœft mun vera að sjcí hjá klerkum
safn af svo dýrum listaverkum.
Melan er Cabinet minister.
í lok niðurlags ljóðlínunnar bregður Guttormur á orðaleik eins
og honum er títt, og er líklega rétt að skýra enska orðasambandið
„Cabinet Minister“ í hinni afleiddu merkingu, sem Guttormur
leggur hér í það. „Cabinet" merkir, meðal annars, „skápur“, og
orðið „Cabinetmaker“ pá jafnframt „Húsgagnasmiður“. En „Cab-
inet“ hefur einnig merkinguna „Ráðuneyti“, og „Minister" ráð-
herra, og pá verður orðaleikur Guttorms auðsær.
Guttormur var, eins og kvæði hans bera vitni, frjálslyndur
mjög í trúarefnum. (Sjá grein mína um hann og skáldskap hans,
Eimreiðin 1967). Fór pá einnig að vonum, að honum var vel að
skapi víðsýni séra Eyjólfs vinar síns í trúmálum, eins og fram
kemur í eftirfarandi hringhendu úr fyrrnefndu Kvœðasafni Gutt-
orms, og nefnist „Við messu hjá séra E. Melan“, og verður orða-
leikurinn þar aftur ofarlega á borði, en þarf engrar skýringar:
Hér í seli andans innst
einkar vel ég þoli
það, sem tel ég þrautaminnst,
það er Melankolí.