Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 137
MÚLAÞING
135
Af ritverkum hans í óbundnu máli hefi ég, því miður, einungis
með höndum tvær ræður eftir hann. Hin eldri af þcim er ræðan
„Dr. Rögnvaldur Pétursson — kennimaðurinn“, er hann flutti
við útför dr. Rögnvaldar i' Winnipeg 3. febr. 1940, efnismikil og
prýðisvel samin ræða, er nýtur sín pví aðeins til fulls, að lesin
sé í heild sinni. Ræða þessi var að sama skapi vel flutt. Get ég
um pað borið, pví að ég hlýddi á hana. En þegar dr. Rögnvaldur
lézt, var hann forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi,
en ég varaforseti, og kom það pvi í minn hlut að mæla eftir hann
af félagsins hálfu. (Allar ræðurnar við útförina voru upprunalega
prentaðar í Heimskringlu, en endurprentaðar, ásamt fleira les-
máli, í Minningarritinu um dr. Rögnvald, sem út kom í Winnipeg
í október 1940).
Hin ræða séra Eyjólfs, sem ég hefi handbæra, var flutt við
setningu kirkjuþings Sameinaða Kirkjufélagsins 25. júní 1943 á
Gimli, en hana flutti hann í fjarveru þáverandi forseta Kirkju-
félagsins, Sveins Thorvaldssonar. Er ræða þessi gagnorð og skipu-
lega samin; ber hún, að vonum, f>ess merki, að hún er samin á
heimsstyrjaldarárunum síðari, eins og þessi kafli sýnir ljóslega:
„Erfiðleikar tímanna, sem nú standa yfir, eru öllum svo kunnir,
að eigi þarf að telja pá hér. En eins mætti geta. Ýmisleg laga-
ákvæði, sem styrjöldin veldur, hafa gert söfnuðunum erfiðara en
áður að vinna inn fé á þann hátt, sem áður var venja til. Enn-
fremur hefir mikill hópur ungra manna og kvenna, flutt úr
heimahögunum og starfar nú langt burt í fjarlægð, utanlands og
innan.
En eigi lítum vér svo á að starfskraftar þcssa unga fólks séu
oss glataðir, miklu fremur lítum vér svo á, að það starfi nú, þótt
á annan hátt sé, að þeim aðal áhugamálum, sem kirkja vor hefir
og ber fyrir brjósti. Þetta áhugamál er frelsi hvers manns til að
trúa á guð og dýrka hann á f>ann hátt, sem vit hans og samvizka
bjóða honum. Hver maður á siðferðislega kröfu til þessa réttar
og siðferðileg tilvera mannkynsins byggist á f>ví, að hann sé ekki
fótum troðinn né afnuminn. Fyrir þessum rétti er hið unga fólk
að berjast. í peirri baráttu fylgja pví vorar hugheilustu óskir og