Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 138
136
MÚLAÞING
vort hugheilasta þakklæti. Innilegasta von vor er sú, að það
komi sigurvegarar úr feirri baráttu, að fyrir þá miklu fórn, sem
það er að færa þessari hugsjón, megi spretta ævarandi friður og
réttlæti og það megi koma heim aftur til átthaganna og taka við
og leiða til fullkomins sigurs, þau áhuga- og velferðarmál, sem
vér erum að starfa að hér og höfum starfað að, þótt í ófullkom-
leika sé“.
Afstaða séra Evjólfs til stvrjaldarmála þeirra ára, og víðsýni
hans lýsa sér hér vel, en eftirfarandi málsgrein nær ræðulokum
bregður birtu á lífsskoðun hans og framtíðartrú:
„Hver áramót eru eins og vatnaskil á heiðum uppi. Þaðan sjá-
um vér fram á ófarna leið og til baka um farinn veg. Hinn
ófarni vegur er áhugamál vort á þessari stund. Framtíðin krefst
af oss fyrirhyggju, vonar, trúar og bjartsýnis á forlögum starfs
vors og stefnu. Ef vér höfum þetta, pá er engin ástæða til að
óttast um framtíðina“.
Á þessu Kirkjuþingi Sameinaða Kirkjufélagsins var séra Eyjólf-
ur kjörinn forseti þess, og endurkosinn á næstu fjórum kirkju-
þingum fram til 1947. Ber ]>að [>ví órækan vott, hverrar tiltrúar
hann naut í [>ví starfi sínu.
Eins og séra Albert tók fram í æviminningu Eyjólfs, hafði
hann talsvert fengist við ljóðagerð framan af árum, en eftir [>ví,
sem mér er kunnugt, mun hann lítið hafa ort á síðari árum, eins
og séra Albert segir ennfremur í æviminningunni.
Ég harma það, að ég hefi eigi með höndum nema fátt eitt af
prentuðum Ijóðum Eyjólfs, og skal nú að þeim vikið í þeirri röð,
sem þau birtust. Dreg ég pá fyrst athygli að kvæðunum tveim,
er hann orti við komu „Goðafoss“ til Reyðarfjarðar, en um það
er farið svofelldum orðum í afmælisritinu Eimskipafélag Islands
25 ára (Reykjavík, 1939):
„Fyrsta höfnin, sem „Goðafoss“ kom til hér á landi, var Reyð-
arfjörður. Þangað kom hann þann 29. júní 1915 og fékk hinar
hlýjustu móttökur. Eftirfarandi tvö kvæði, er Eyjólfur S. Jónas-
son hafði ort voru sungin við komu hans (Austri, 25. júlí 1915)“.
Hafði hann pá enn eigi tekið upp ættarnafnið „Melan“.