Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 140
138
MÚLAÞING
Erfiljóð Eyjólfs um öndvegisskáldið er alllangt, efnismikið
kvæði og að sama skapi vel ort, af djúpri tilfinningu og smekk-
vísi, enda sómir það sér vel í hópi þessara Ijóða. Skulu hér tekin
upp 3.—5. erindið, sem gefa góða hugmynd um það, hvemig þar
í strengi er gripið:
Foldina mœddi freðans bál,
svo fönnin drap hverja gróðurnál;
hún hvíldi sem farg á fólksins sál,
svo fjörinn mundi þyngja.
Það vantaði svan til að syngja
bardaga lífsins Bjarkamál,
blóðið að hita’ og yngja.
Þá kom hann í vorsins vonahlíð
með hin voldugu Ijóð um þjóðarstríð,
með hetjumáttinn frá horfinni tíð
í herklœðum tímans nýja,
sem ei máttu eggjar lýja.
Á nóttina’ og drungann hóf þá hríð,
að hlutu þau bœði’ að flýja.
Hann kunni’ á Eysteins kveðandi skil,
á karlmennsku Egils við drápunnar spil,
og andríki Hallgríms hafði til,
en háfleygi' um eigin vegu,
er lyfti þeim lömu’ og tregu.
En Kristur gaf honum kœrleiks yl
í kvæðin hin guðdómlegu.
Kem ég þá að eina frumorta kvæði eftir Eyjólf, sem ég hefi
með höndum, er birtist vestan hafs, en einhver fleiri munu þau
þó hafa verið. Umrætt kvæði var prentað á forsíðu íslendingadags-