Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 142
140
MÚLAÞING
Svo fœrist heljró um hamranna brár
og HéraðiÖ náttskuggum vafið.
En Lagarfljót streymir sem áður um ár
með eilífðar straumþunga’ í hafið.
Þessi myndauðuga og raunsanna náttúrulýsing virðist mér
bera pví vitni, að kvæðið hafi verið ort heima á íslandi, og á
þeim slóðum, sem þar er lýst. Eitt er víst, að kvæðið svipmerkist
af glöggri athyglisgáfu og sambærilegu valdi á máli og ljóðformi.
Jafnframt pví, sem Eyjólfur Melan hafði, áður en hann fór
vestur um haf, getið sér orð fyrir frumort kvæði sín, hafði hann
einnig vakið á sér athygli með pýðingum sínum.
Ber p&r hæst hýðingu hans af hinum víðfræga ljóðaflokki
Ferhendur Omars Khayyam (Iðunn, Nýr flokkur, VII. árg. 1921
— 1922, bls. 144—159). Er henni fylgt úr hlaði með fróðlegum
og greinargóðum inngangi, auk nokkurra nauðsynlegra skýringa.
Þegar menn lesa þýðinguna, er vel að hafa í huga pá kafla inn-
gangsins, serri lýsa lífsskoðun þeirri, sem fram kemur í ljóða-
fiokknum. hverjum augum, sem menn kunna annars að líta á hana.
Ég hefi borið þýðinguna gaumgæfilega saman við frumkvæðið,
og er hún, eins og ég hefi sagt annars staðar, prýðisvel af hendi
leyst um nákvæmni. ljóðblæ og málfar. Góð dæmi ]?ess eru eftir-
farandi erindi:
Dvel með mér þar, sem eyðimörkin ein
frá akri skilst af hagans grœnu rein;
og þar sem jafnt er þræls og þengils nafn
við þyljum harmljóð yfir krýndum svein.
Við lítinn brauðhleif, Ijóðakver og vín
í limsins skugga, ef þar er ástin mín
að syngja Ijóðin eyðimörku í,
mér auðnin líkt og himnariki skín!