Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 143
MÚLAÞING
141
Önnur merkisþýðing Eyjólfs er af hinu fræga kvæði „Grafreit-
urinn“ eftir Thomas Gray, prentuð í Tímariti Þjóðrœknisjélagsins
(Winnipeg, 1923), og mun }>ví gerð eftir að Eyjólfur fluttist vest-
ur um haf. Hún er mjög vandvirknislega af hendi leyst, og nær
yfirleitt vel bæði hugsun og anda frumkvæðisins, eins og eftir-
farandi erindi bera vitni:
Ei dramb skal hœða þeirra þarfa starf
né þeirra smáu gleði og dœgurraun,
né tignin skopast að þeim litla arf,
sem örbirgð fær hjá tímanum í laun.
Því öll vor dýrðin, fremd og veglegt vald
og vegsemd, þótt hún berist lengst um höf,
nú verður samt að Ijúka hið lagða gjald,
það liggja allir vegir heim að gröf.
Margur gimsteinn glitrandi og skœr
í gjám hins mikla hafdjúps leynir sér,
og margt eitt smáblóm vilt á vörpum grœr,
sem varpar fegurð sinni ci hrjóstrin ber.
Ég hefi orðið að fara fljótar yfir sögu, hvað snertir frumort og
þýdd kvæði Eyjólfs Melan en ég hefði kosið, vegna ]?ess, að ég
hefi einungis átt aðgang að takmörkuðum fjölda }>eirra. Eigi að
síður bera þau vitni ósvikinni skáldgáfu hans og smekkvísi í
ljóðagerðinni.
Ritað 1975