Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 146
144
MÚLAÞING
Guðmundsson, seinna bókhaldari á Vestdalseyri. Litlar heimildir
hef ég fundið um þetta skólahald p. e. a. s. skriflegar, hvorki um
nemendafjölda eða starfstíma.
Næsta ár var skólinn haldinn í Vingólf, einkahúsnæði á
sama svæði (sumir kalla f>að Ingólf p. á m. Haraldur heitinn
Guðmundsson í Firði).
Var pá kennari Hannes Þorsteinsson, guðfræðingur, síðar
prestur að Víðirhóli. Svo er að sjá að skólinn hafi staðið í 5 mán-
uði veturinn 1882—1883, en seinna ár Hannesar virðist skólinn
hafa starfað í 7 mánuði skv. prófbók. Að öðru leyti er aðalheim-
ildarmaður minn um skóla í Vingólf frk. Jónína Gísladóttir sem
lézt 1956, systir Guðrúnar klæðskera og Þorsteins fyrrv. sím-
stjóra í Seyðisfjarðarumdæmi. Jónína var talsvert eldri en pau
hin og hún er nemandi hjá Hannesi kennara og taldi skólagjald
hafa verið 6 kr. á mánuði og minnti pað einmitt vera 42 kr. sam-
tals að vetrinum. Hefði pað j>ótt geypilegt kennslugjald í dag
og sýnir vel hversu menn mátu m;kils menntun á þeirri tíð.
Kennarinn, Hannes Þorsteinsson, hefur hvergi ritað nafn sitt
í prófbók. En vikulegar einkunnir hafa verið gefnar. Undir-
skrifaðir vorpróf 1884 eru Jón Bjarnason (prestur) og K. Hall-
grímsson, sem mun vera Kristján gistihússtjóri, pá báðir í skóla-
nefnd. Eru þctta fyrstu undirskriftirnar í prófbókinni, sem er ó-
brotgjarn minnisvarði um skólahaldið. svo langt sem hún nær. Er
mikill fengur að pessari fyrstu prófbók, sem nær frá árinu 1882
til 1911.
IIT, Nemendaf jöldi og námsgreinar
Eins og áður er sagt er erfitt að segja um nemendatal 1881—’82,
en næsta vetur hefur skóli hafizt með 14 nemendum, en fljótlega
fjölgar þeim, og í marz eru þeir orðnir 22. En alls hafa á þeim
vetri 27 nemendur setið í skóla einhvern tíma á vetrinum. Svipuð
er nemendatala næsta vetur.
Mörg kunnug nöfn finnast á nemendaskrám í prófbók. Meðal
nemenda í Vingólf eru Björg og Rebekka Skaftadætur,
fullorðnum Seyðfirðingum vel kunnar, pá er Jónína Gísladóttir,