Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 149
MÚLAÞING
147
IV. Gamli skólinn
En áður en J?etta skeði var búið að reisa skólahús á „Öldunni“
nálægt lóninu og rétt niðri við sjó. Það var að fullu reist 1883 og
stendur enn. Hefur það í seinni tíð gengið undir nafninu „Gamli
skólinn". Það er hús nr. 13 við Öldugötu, traustlega byggt timb-
urhús og bústaður margra síðan það hætti að vera skóli.
Samkvæmt dagbókum Sigmundar Long hefur kennsla hafizt
í „Gamla skóla“ 1883—1884. Kennt hefur verið á neðri hæð
hússins, enda þar allstórar stofur. Fyrsti kennarinn þar er
Hannes Þorsteinsson, sem áður er getið.
Haustið 1884 er svo ráðinn kennari hingað Lárus Tómasson
frá Sauðárkróki, faðir Inga T. tónskálds, Snorra símritara og
þcirra bræðra. Er enn til ráðningarbréf Lárusar undirskrifað
af sr. Jóni Bjarnasyni, formanni skólanefndar. Var Lárus ráðinn
upp á 100 króna laun á mánuði. Hann var og fyrsti skólastjóri
á Seyðisfirði, eftir að skólahald óx svo, að kennarar urðu fleiri
en einn við skólann. Eftir Lárus liggja fróðlegar dagbækur.
Lárus bjó uppi á lofti í „Gamla skóla“ og hafði bókasafn
Austuramtsins í kvistherberginu uppi, eina stóra herberginu á
efri hæðinni. Var hann jafnframt bókavörður árum saman. Ekki
hefur íbúð Lárusar því verið stór par eð aðeins 2 önnur herbergi
auk eldhúss eru á efri hæðinni.
Starfstíminn fyrsta árið í „Gamla skóla“ hefur verið frá 15.
okt. til 15. maí. Yfirleitt virðist skólinn hafa staðið í sjö mánuði
lengst af fyrstu árin par og pá að líkindum hafizt 15. okt. en
vorpróf eru bókfærð j?etta frá 12. til 15. maí. Stóð svo fram til
vors 1891. En skólaárið 1891—’92 virðist starfstíminn hafa verið
styttur niður í 6—6J4 mánuð, hvaða ástæður sem til J>ess liggja.
Eru vorpróf yfirleitt eftir p>að í apríllok. Stendur pað óbreytt fram
yfir aldamót.
Nemendafjöldi í „Gamla skóla“ hefur lengi verið þetta frá
25 og yfir 30 á vetri. Deildaskipting er lengi vel ekki sjáanleg
enda hefur einstaklingskennsla vafalaust verið aðalreglan. Ald-
ursmunur nemenda virðist vera allmikill og ekki taka allir
nemendur þátt í öllum námsgreinum. Hefur því á vissan hátt