Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 152
150
MULAÞING
arstíl. Þetta er timburhús og kom efnið í ]það tilhöggvið frá
Noregi. Virðist hafa gengið fljótt að timbra J>ví upp, pví að vetur-
inn 1907—1908 mun vera byrjað að kenna í þessu húsi.
Upphaflega er húsið 5 kennslustofur á fyrstu hæð. Tveir salir
eru á annarri hæð annar ætlaður til leikfimikennslu, en hinn var
bæjarþingsalur, en ]>ar hafa og verið haldnir bæjarstjómarfundir
hingað til. Á 2. hæð voru þar að auki til hliðar við salina, p. e.
í austurhlið, tvö herbergi í hvorum enda og langur gangur á milli.
Enn eru á 3. hæð fjögur lítil herbergi undir súð. E. t. v. hefur
skólastjóra verið ætlað að búa í húsinu og J>á kannski fyrst og
fremst á 2. hæð, enda fór svo, þótt ekki væri um hentuga íbúð
að ræða. Miðað við fyrirkomulag lítur ekki beinlínis út fyrir, að
íbúð hafi átt að fylgja húsinu. Kjallari var stór, en óinnréttaður.
Engin salerni voru upphaflega í húsinu, en byggðir útikamrar í
nágrenni skólans.
Þegar fræðslulögin voru sett 1907 var skólaskylda ákveðin
10—14 ára, sem kunnugt er. Hefur pvi sjálfsagt verið gert ráð
fyrir kennslustofu fyrir hvern aldursflokk, en ein stofa var að
auki og var hún lengi notuð fyrir bókasafn Austur-amtsins.
Áðurgreindir salir á annarri hæð voru mjög notaðir til sam-
komuhalds og hvers konar skemmtana. Gekk svo fram yfir 1950,
er félagsheimilið Herðubreið var reist.
Það er vert að líta á ]>að, að þetta hús, sem virðist hafa verið
byggt fyrir 4 aldursflokka, hefur verið látið nægja hingað
til fyrir skólahald og pað pótt kenna hafi þurft 10 aldursflokkum
í ]>ví í seinni tíð, síðan hér komst á fjögurra bekkja gagnfræða-
skóli við hliðina á 6 bekkja barnaskóla. Auðvitað hafa ýmsar
breytingar verið gerðar, án þess pó að stíl hússins hafi verið
raskað. Bókasafnið var flutt í annað hús um 1940 og sú stofa
notuð til handavinnu drengja. Skólastjóraíbúðin var lögð niður
1946, er Karl Finnbogason skólastjóri flutti úr bænum. Voru pá
tvær íbúðarstofur á 2. hæð, norðurenda, gerðar að einni kennslu-
stofu. Leikfimikennslan var flutt úr húsinu eftir 1960, yfir í Sund-
höll, og salurinn gerður að kennslustofu. Loks var handavinna
pilta flutt í annað húsnæði og stofa T tekin fyrir bóklega kennslu.