Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 155
MÚLAÞING
153
Það sem mest er aðkallandi núna er bygging nýs skólahúss.
Árið 1968 var búið að gera teikningu að því og fá hana samþykkta
af fræðslumálastjóra, byggingarfulltrúa ríkisins og bæjarstjórn.
Átti J?að hús að standa á túnunum hér skammt frá skólanum.
Áætlað kostnaðarverð pá var 23 milljónir. Af byggingu hefur
pví miður ekki orðið enn J>rátt fyrir ódæma húsnæðisskort. Er
óskandi að Seyðfirðingum lánist að byggja nýtt skólahús hið
fyrsta, helzt af hliðstæðum stórhug og 1907.
Lokið á Seyðisfirði 26. marz 1975 fyrir utan smáleiðrétt-
ingar seinna.
Steinn Stefánsson.
Æfing í ratvísi
Gamall maður á Héraði segir mér að sá hafi oft verið leikur sinn í
æsku, er lausasnjór eða mulla var á jörðu, að ganga með lokuð augun
og líta síðan eftir hve langt hann hefði getað gengið án þess að hlykkur
kæmi á slóðina. Telur hann engan vafa á því leika að með þessum leik
hafi hann þjálfað sig f að halda beinni stefnu og hafi sú þjálfun oft kom-
ið sér að góðu haldi síðar á ferðalögum í hríðum og dimmviðrum. — S.Ó.P.
í 7. hefti Múlaþings, bls. 46—48, er þáttur eftir Aðalstein frá Vað-
brekku er hann nefnir Þegar Fossvallabrúna fennti í kaf og greinir frá
snjóavetrinum 1909—10.
í sambandi við þennan þátt Aðalsteins rifjaðist það upp fyrir Eyjólfi
Hannessyni að þetta haust, 1909, hafi fé af Héraði, aðkomið í Borgarfirði
í göngum, í fyrsta sinn, svo hann vissi til, verið rekið um Njarðvík og
Gönguskarð til Héraðs.
Á þessum árum kom jafnan margt fjár úr Héraði til réttar í Borgar-
firði og margfalt fleira en síðar varð og hafði jafnan verið rekið um
Framfjöll til Héraðs. En þetta haust þótti slikt enganveginn fært sökum
snjóa. Upp frá þessu var tekið að fara með rekstra ytri leiðina og hefur
svo jafnan verið gert síðan en hin síðari ár hafa rekstrarkindur verið flutt-
ar á bílum.
Sögn Eyjólfs Hannessonar.